Ég notaði tilbúið deig, bæði pizza- eða kanilsnúðadeig henta vel
Sett inní ofn í 10 mín á 200°c blástri, á meðan pizzan bakast er sniðugt að skera niður ávextina
Eftir það smurði ég Choco Hazel smyrjunni á deigið og vel af því!
Bætti ofaná banana
Og auðvitað nóg af ferskum jarðaberjum – ég bætti síðan örlítið af kókosflögum ofaná sem smá skreytingu
Mæli klárlega með að prufa þetta fyrir næsta mataboð eða kósykvöld. Algjör snilld og svo auðvelt!
Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3
– Hildur Sif Hauks