Innihald:
1 þroskaður banani (gott er að afhýða hann, skera í bita og frysta kvöldinu áður)
1 lúka grænkál (ferskt eða frosið)
1 lúka spínat (ferskt eða frosið)
Hálft avocado
1 bolli möndlumjólk eða kókosmjólk
3 steinlausar döðlur eða sæta að eigin vali, t.d. stevíu dropar
1 matskeið jarðhnetusmjör eða möndlusmjör
Klaki (þarf minna ef bananinn er frosinn)
Aðferð:
Öll hráefnin sett í blandara. Öllu blandað saman á miðlungshraða þar til þeytingurinn er orðinn silkimjúkur. Best er að drekka þeytinginn strax á meðan hann er kaldur og ferskur.
Höfundur: H Talari