ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Græna þruman

Græna þruman

Allt er vænt sem er grænt. Það á svo sannarlega við þegar kemur að mataræði en grænt grænmeti og ávextir er allra jafna sneisafullt af nauðsynlegum næringarefnum sem gera líkamanum okkar gott.

Í þessum heilsudrykk er að finna, eins og nafnið gefur til kynna, heilan helling af meinhollu grænmeti og ávöxtum sem bera græna litinn með stolti. Til að toppa það bætist svo við bætiefnið „Green PhytoFoods“ frá Now en í því má finna kröftuga næringarblöndu sem inniheldur þurrkað grænmeti og jurtir og er ríkt af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og trefjum. Avókadó, chia fræin og prótein duftið tryggja svo einstaka blöndu af hollum fitum, próteini og amínósýrum.

Skelltu í grænu þrumuna í dag og keyrðu heilsuna í gang!

Innihald

  • 1 skeið Plant Protein Complex vanillu frá NOW
  • 1-2 dl vatn og möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1/2 msk Green Phytofoods frá NOW
  • 1 hnefi frosið mangó eða grænt epli
  • 1/4 bolli frosið avókadó í bitum
  • 1 msk hampfræ frá Himneskri Hollustu
  • 1/2 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
  • 2 hnefar spínat

ATH: Hægt er að sleppa ávöxtum og nota meira af avókadó í staðinn og draga þannig úr magni kolvetna.

Þessi uppskrift kemur frá Ásdísi Grasa og er að finna í heilsudrykkjabæklingi hennar í samvinnu við NOW.