Innihald
1. “Bolognese“
1/2 sæt kartafla
1/2 laukur
4 hvítlauksgeirar
5-6 sveppir
1 rauð paprika
1 lúka brokkolí
1/2 ferskur mini chilli
Hálft búnt af ferskum kóríander (hægt að nota meira af ferskri basíliku í staðinn)
Dós af hökkuðum tómötum
1 tsk tómatpúrra
Ca. 1 dós af pinto baunum (vökvinn tekinn frá)
Salt og pipar
2. Spínatblanda
1 poki af spínati
Rúmlega hálfur kúrbítur
Hálft búnt fersk basilíka
3. Hvít sósa
Rúmlega 2 bollar kasjúhnetur
1 msk af hökkuðum kjúklingabaunum
1 tsk næringarger frá Naturata
2 tsk hvítvínsedik
1 tsk salt
1 bolli vatn
1 bolli möndlumjólk frá IsolaBio (sykurlausa, bláa)
4. Heilhveiti pastaplötur
Aðferð
“Bolognese“: Sæta kartaflan skorin niður í litla bita og soðin í potti. Laukur, hvítlaukur, sveppir, paprika, brokkolí, chilli, kóríander (eða basilíka) skorið og steikt létt á pönnu. Bæta síðan við sætu kartöflunum (sem búið er að sjóða), hökkuðu tómötunum, tómatpúrrunni og baununum. Krydda svo með salti og pipar. Allt haft á pönnunni í ca. 5 mín.
Spínatblanda: Kúrbítur skorinn smátt og steiktur mjög stutt á pönnu með basilíkunni og spínatinu.
Kasjúhnetusósa: Öll innihaldsefnin sett í skál og blandað saman með töfrasprota/í matvinnsluvél. Hægt að þykkja með því að bæta við kasjúhnetum og þynna með meiri möndlumjólk. Áferðin á að vera eins og rjómakennd sósa.
Allt sett saman í eldfast mót í eftirfarandi röð:
1) “Bolognese“ blandan í botninn
2) Pastaplötur
3) Hvítu sósunni dreift þunnt ofan á pastaplötur
4) Spínatblöndan sett ofan á
Efsta lagið er hvíta kasjúhnetusósan. Gott er síðan að setja muldar kasjúhnetur á toppinn.
Sett inn í ofn í 30-35 mín á 200 °C.