Grænmetis Pad Thai með tófú, edamame, kóríander, lime og salthnetum

Grænmetis Pad Thai með tófú, edamame, kóríander, lime og salthnetum

Uppskrift fyrir 2-3 einstaklinga

 • Hálfur poki af frystum edamame baunum án hýðis (hægt að kaupa bæði án hýðis og í belgjum í frystinum í Krónunni)
 • 1 stór gulrót
 • 1 kúrbítur
 • 2 rauðar paprikur
 • 1 venjulegur laukur
 • 2 pakkar af mjúku tófu frá Clearspring (sjá vörumynd að neðan)
 • Kóríander búnt
 • 2 búnt af hrísgrjónanúðlum (það eru 3 í pakkanum, sjá vörumynd)
 • Salthnetur, ég keypti orkupoka og pikkaði salthnetur úr
 • 1-2 lime til að kreista yfir í lokin + salt og pipar + sesamfræ

Sósan

 • 5 msk tamari sósa (hægt að nota venjulega soja líka)
 • 3 msk sesamolía
 • 2 msk Sukrin gold (hægt að nota púðursykur líka eða venjulegan sykur)
 • Safi úr 1 lime

Aðferð

 • Vatn soðið í litlum potti og frosnar edamame baunir án hýðis settar í pottinn í nokkrar mínútur (nánari leiðbeiningar á pakanum, hægt að setja í örbylgju líka).
 • Gulrótin og kúrbíturinn flysjaður beint ofan í pönnuna. Paprikan og laukurinn saxaður í ræmur og bætt við. Steiktu síðan grænmetið aðeins og settu það svo til hliðar í skál á meðan þú steikir tófúið.*
 • Tófúið sett í sigti og vatn tekið frá, gott að taka skeið og þrýsta því ofan í sigtið til að sem mest af vatninu fari frá. Tófúið og kóríander síðan sett á heita pönnu og steikt eins og eggjahræra.*
 • Bættu grænmetinu og edamame baununum saman við tófúið á pönnunni. Bættu síðan við sósunni og hrærðu öllu saman. Hafðu á pönnuni á meðan þú græjar núðlurnar.
 • Hrísgrjónanúðlurnar þurfa 3 mínútur í sjóðandi vatni og þá eru þær klárar.
 • Sigtaðu núðlurnar og settu í skál og bættu við öllu af pönnunni. Bættu hér við salthnetum eftir smekk, lime safa, sesamfræjum og ferskum kóríander ef þú átt eitthvað eftir.
 • Þegar við vorum búin að fá okkur á disk settum við salt og pipar, lime safa, ferskan kóríander og extra salthnetur ofan á. Namm!

8984F67E-DEF9-49DC-A59F-30E8CBF6682429111533-D2A0-418E-9DD9-6CA36861C6F0

6AAAA74D-D061-414D-8D50-B47EAA58CA7C4DCB1AF5-448A-4C34-BB21-ADF122476FFE

0B121010-0BF1-4039-8874-E51D77D144CD

3D3C9DD1-88E0-4C23-BEC5-A7BC49440E0C

*Ég nota enga olíu til að steikja sem gengur ef þú átt góða pönnu annars er hægt að nota olíu við steikinguna.

Indíana Nanna

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT