Uppskrift fyrir 2-3 einstaklinga
- Hálfur poki af frystum edamame baunum án hýðis (hægt að kaupa bæði án hýðis og í belgjum í frystinum í Krónunni)
- 1 stór gulrót
- 1 kúrbítur
- 2 rauðar paprikur
- 1 venjulegur laukur
- 2 pakkar af mjúku tófu frá Clearspring (sjá vörumynd að neðan)
- Kóríander búnt
- 2 búnt af hrísgrjónanúðlum (það eru 3 í pakkanum, sjá vörumynd)
- Salthnetur, ég keypti orkupoka og pikkaði salthnetur úr
- 1-2 lime til að kreista yfir í lokin + salt og pipar + sesamfræ
Sósan
- 5 msk tamari sósa (hægt að nota venjulega soja líka)
- 3 msk sesamolía
- 2 msk Sukrin gold (hægt að nota púðursykur líka eða venjulegan sykur)
- Safi úr 1 lime
Aðferð
- Vatn soðið í litlum potti og frosnar edamame baunir án hýðis settar í pottinn í nokkrar mínútur (nánari leiðbeiningar á pakanum, hægt að setja í örbylgju líka).
- Gulrótin og kúrbíturinn flysjaður beint ofan í pönnuna. Paprikan og laukurinn saxaður í ræmur og bætt við. Steiktu síðan grænmetið aðeins og settu það svo til hliðar í skál á meðan þú steikir tófúið.*
- Tófúið sett í sigti og vatn tekið frá, gott að taka skeið og þrýsta því ofan í sigtið til að sem mest af vatninu fari frá. Tófúið og kóríander síðan sett á heita pönnu og steikt eins og eggjahræra.*
- Bættu grænmetinu og edamame baununum saman við tófúið á pönnunni. Bættu síðan við sósunni og hrærðu öllu saman. Hafðu á pönnuni á meðan þú græjar núðlurnar.
- Hrísgrjónanúðlurnar þurfa 3 mínútur í sjóðandi vatni og þá eru þær klárar.
- Sigtaðu núðlurnar og settu í skál og bættu við öllu af pönnunni. Bættu hér við salthnetum eftir smekk, lime safa, sesamfræjum og ferskum kóríander ef þú átt eitthvað eftir.
- Þegar við vorum búin að fá okkur á disk settum við salt og pipar, lime safa, ferskan kóríander og extra salthnetur ofan á. Namm!
*Ég nota enga olíu til að steikja sem gengur ef þú átt góða pönnu annars er hægt að nota olíu við steikinguna.