Innihald – graskersfræsmjör:
- 200-400 grömm af graskersfræjum frá Himneskri Hollustu, þ.e. 1-2 pokar (fer eftir hversu mikið smjör þú vilt búa til)
- Salt eftir smekk
Aðferð – graskersfræsmjör:
Byrjið á því að setja graskersfræin á bökunarplötu og stráið smá salti yfir. 1 poki (200 gr) af graskersfræjum býr til smjör sem passar í 250 ml krukku.
Næst skal rista graskersfræin í 10-15 mínútur á 150°C. Leyfið þeim því næst að kólna í nokkrar mínútur og setjið fræin svo í matvinnsluvél.
Blandið graskersfræjunum saman þar til þið fáið smjör og verið þolimóð! Munið að stoppa reglulega og skrapa meðfram hliðunum til að auðvelda blöndun. Geymið í lokuðu íláti (ég nota glerkrukku) inn í skáp á dimmum stað. Það er ekki nauðsynlegt að geyma smjörið inn í kæli. Neytið innan 4-6 vikna. Graskersfræsmjör er hægt að setja út í smoothie, út á grautinn, borðið með ávöxtum, grænmeti eða smyrjið á maískökur/rískökur eða ristað brauð.
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram en ég er undir nafninu astaeats.
Prófaðir þú þessa uppskrift? Ef svo er þá máttu endilega segja mér hvernig tókst til!
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats