Það er óhætt að segja að Indíana Nanna Jónsdóttir, þjálfara haldi mörgum boltum á lofti þessa dagana en hún opnaði nýverið glæsilega æfingastöð, GoMove Iceland á Kársnesi í Kópavogi. Indí hefur einnig haldið fjölda farsælla námskeiða þegar kemur að næringu og tók meðal annars að sér að hanna glæsilega matseðil á H bar, nýjum heilsubar sem opnaði á Bíldshöfða 9 á síðasta ári. Við spjölluðum við Indí yfir ljúfum morgunbolla.
Hvernig hefurðu það í dag? Heilt yfir bara ljómandi fínt. Tveir ungir og orkumiklir strákar, hjónaband, fjörug netnámskeið og nýopnuð æfingastöð GoMove Iceland á Kársnesinu í Kópavogi reynir vissulega á streituþolið af og til en ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi.
Leggur þú mikið upp úr svefninum þínum og svefnvenjum þínum? Svefninn er það síðasta sem ég gef eftir, í rauninni, vegna þess að hann er undirstaða hvers dags. Ég og Finnur maðurinn minn svæfum strákana okkar fyrir 20:00 og erum svo sjálf farin í rúmið á milli 22:00 og 22:30 lang flesta daga til að hlaða vel batteríin fyrir næsta dag. Við fórum bæði markvisst að huga meira að svefninum okkar fyrir nokkrum árum og það hættir aldrei að vera mikilvægt.
Hvaða bætiefni tekur þú á morgnanna? Ég skelli oft í mig D3 + K2 frá NOW með morgunmatnum. Svo finnst mér gott að setja af og til steinefnafreyðitöflu frá NOW út í vatnsglasið mitt.
Þú deildir skemmtilegum kaffi reglum á miðlunum þínum nýverið, viltu segja okkur frá þeim? Þær eru mjög einfaldar og hafa séð til þess að koffín hafi ekki neikvæð áhrif á svefninn minn eða valdi því að ég dett í orkuleysi seinnipartinn. Ég drekk fyrsta bolla dagsins ekki fyrr en 90-120 mínútum eftir að ég vakna og ég borða alltaf (undantekningarlaust) morgunmat áður en ég fæ mér kaffi. Sem sagt aldrei kaffi á tóman maga. Ég drekk einn til tvo bolla, oftast tvo, og seinni bollan drekk ég helst fyrir hádegi. Allavega ekki eftir kl. 13:00. Þetta hefur alltaf hentað mér langbest og ég þarf ekkert að rembast við að halda þessu. Síðan ef ég er undir miklu álagi eða ef ég sef illa þá reyni ég að sleppa kaffinu alveg til að tryggja endurnærandi svefn næstu nótt. Ef ég er of þreytt þá finn ég að kaffi gerir ekki mikið fyrir mig, þá er betra að hvíla það og vakna ferskari daginn eftir frekar en að detta í vítahring.


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Uppáhalds millimálin þín yfir daginn? Mér finnst almennt betra að fá mér stórar máltíðir og þá kannski fjórar yfir daginn. En einfaldasta, bragðbesta og öruggasta næringin sem ég gríp oft í á hraðferð er lífrænt epli (lykilatriði að geyma það í ísskáp að mínu mati) með nóg af grófu hnetusmjöri frá MUNA eða MONKI. Oft fæ ég mér líka gríska jógúrt með þessu frá BioBú og bæti þá við kanil og hampfræjum frá MUNA sem dæmi. Þetta fæ ég mér oft um kaffileytið.
Sem uppskrifa hönnuður H bars hvað skiptir þig mestu máli þegar kom að því að byggja upp grautana og jógúrskálarnar? Það eru nokkur atriði sem spiluðu inn í við samsetninguna en helst var það bragð, áferð, næringargildi og fjölbreytni í samsetningu. Það kom mér í raun á óvart hversu skemmtilegt mér fannst að setja matseðilinn saman. Ég eyddi nokkrum dögum heima í eldhúsinu hjá mér með tónlist að smakka hina og þessa samsetninguna og naut mín í botn. Ekki leiðinlegir vinnudagar og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Persónulegt uppáhald er hnetugranólað sem ég bjó til og svo hnetukaramellan.


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Eru sérstakir réttir fyrir litla fólkið? Auðvitað verður að vera grautur fyrir litla fólki. Það er hægt að fá mjög einfaldan graut og velja tvennt ofan á hann. Það er gaman að leyfa krökkunum að velja sjálf ofan á það sem þeim þykir gott. Svo er hægt að fá mjólk, möndlumjólk eða rjóma með.
Áttu þér einhverja uppáhalds skál af matseðlinum? Þessa dagana vel ég mér oft 50/50 hafragraut á móti chia graut og toppa skálina með hnetu granóla, bláberjum, eplum, hnetu karamellu, kanil og rjóma. Það er nefnilega hægt að velja sjálf/ur í skálina nákvæmlega það sem þú vilt. En annars er “Létt“ jógúrt skálin mjög góð!
Hvað er framundan á nýja árinu hjá þér? Glæný og glæsileg æfingastöð GoMove Iceland opnaði dyrnar á Kársnesinu í Kópavogi í upphafi ársins svo hún og vinnan þar á hug minn allan þessa dagana. Þar tek ég upp allar æfingarnar fyrir netnámskeiðin mín, tek á móti hópum og leik mér daginn inn og út. Það verður fjölbreytt þjálfun, vinnustofur, pop-up æfingar og margt fleira skemmtilegt í boði hjá GoMove á þessu ári, bæði í online fyrirkomulagi og á Kársnesinu.
Hvar getur fólk fylgst með þér? Á Instagram reikningi mínum @indianajohanns birti ég reglulega æfingar, fróðleik, uppskriftir og annað skemmtilegt. Bæði þar og á heimasíðu GoMove Iceland, www.gomove.is, er hægt að fylgjast með flestu sem ég hef uppá að bjóða.
Grautur mánaðarins í febrúar á H bar að hætti Indíönu:
Traustur
178ml hafragrautur
10 sneiðar banani
1msk saxaðar döðlur frá MUNA
1msk saxaðar möndlur frá MUNA
1tsk hampfræ frá MUNA
1msk hnetu/möndlusmör eða karamellusósa að eigin vali.
Dass Ceylon kanill frá MUNA.