Grennri með trefjum

Grennri með trefjum

Besti vinur á baðherberginu

Trefjarnar í Psyllium Husks eru holóttar og þenjast út við inntöku, sem þýðir að þær soga í sig vatn í þörmunum og auðvelda því hægðalosun. Trefjarnar koma reglu á hægðir, án þess að því fylgi vindgangur. Nota má Psyllium Husks annað slagið til að losa um hægðatregðu, en best er að nota trefjarnar daglega til að koma reglu á hægðir og bæta almennt ástand meltingarfæranna.

Psyllium trefjar eru mikilvægar þeim sem eru á lágkolvetnafæði, því slíkt fæði er trefjasnautt. Í hverjum 100 grömmum af psyllium eru 71 gramm af vatnsuppleysanlegum trefjum. Í svipuðu magni af hafraklíði er einungis að finna 5 grömm af vatnsuppleysanlegum trefjum.

Iðraólga

Þeir sem greindir eru með iðraólgu (Irritable Bowel Syndrom) eða Crohn’s sjúkdóminn (sáraristilbólgu) kannast oft við þá erfiðleika sem fylgja hægðalosun. Rannsóknir hafa sýnt að inntaka á 10 grömmum af psyllium með góðgerlum (probiotics) daglega sé örugg og áhrifarík leið til að meðhöndla Crohn’s sjúkdóminn. Almennt virka psyllium trefjarnar vel á alla sem eru með einhverjar bólgur í ristlinum og er eitt af þeim efnum sem ég ráðlegg á námskeiðinu HREINT MATARÆÐI

Lækka Kólesteról

Rannsóknir hafa sýnt að vatnsuppleysanlegar trefjar hjálpa til að við að stýra kólesterólmagni í blóði. Stýring á því er mikilvæg öllum, einkum þó þeim sem eru 50 ára og eldri. Töluvert margar rannsóknir sýna að trefjar eins og psyllium, teknar inn sem hluti af hollu mataræði, geta dregið úr hættu fólks á hjartasjúkdómum. Einnig geta þær lækkað blóðþrýsting, dregið úr fituefnamagni og styrkt hjartavöðvann.

Mikilvægt er að drekka a.m.k. eitt fullt vatnsglas með inntöku á Psyllium Husks, því trefjarnar þurfa vökva til að bólgna út. Mínar uppáhalds þessa dagana koma frá NOW og ég byrja daginn á því að taka inn tvö hylki – að sjálfsögðu með fullu glasi af vatni.

Psyllium Husk fæst í Nettó, Krónunni, Hagkaup, Gló, Fjarðarkaupum og í næsta apóteki

Höfundur: Guðrún Bergmann

 Heimildir: Healthline  og Herbal Wisdom

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT