Search
Close this search box.
Guacamole

Guacamole

Avocado er þroskaður og tilbúinn til neyslu þegar hann gefur örlítið eftir þegar maður ýtir létt á skinnið með fingrinum. Ég persónulega geymi avocado alltaf á eldhúsborðinu mínu, aldrei inni í kæli nema að ég vilji hægja á þroskunarferlinu. Ég geymi hann líka aldrei við hliðina á banana nema ef ég vill flýta fyrir þroskunarferlinu en bananar láta avocado þroskast mun hraðar sem getur verið hentugt ef maður þarf tilbúinn avocado daginn eftir, settu ávextina bara í saman í pappapoka eða bara hlið við hlið yfir nótt. 

Guacamole

Innihald:

  • 3-4 avocado
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 tómatur
  • Safi úr 1/2 límónu
  • Salt og pipar eftir smekk


Aðferð

Stappið niður avocado í stóra skál þar til hann verður að mauki. Skerið svo rauðlaukinn smátt niður og tómatinn niður í litla teninga og bætið út á. Kreistið límónusafa yfir og blandið saman. Kryddið með salt og pipar. 

Njótið með ykkar uppáhalds flögum eða með mínu uppáhaldi, maískökum frá Himneskri Hollustu.

Avocado

Avocado2

Ef þið eruð búin að opna ávöxtinn eða eigið mögulega afgang sem þið ætlið ekki að neyta strax þá mæli ég með að kreista smá sítrónu- eða límónusafa yfir avocadoávöxtinn svo hann verður síður brúnn. Geymið í nestisboxi eða plastað í kæli í mesta lagið 24 klst. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl!

 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu

 

Höfundur: Asta Eats

 

Heil og sæl! Þeir sem þekkja mig vita að ég er hinn mesti avocado-aðdáandi en ég reyni að troða avocado í gjörsamlega allt sem að ég borða og ég mæli með að þú gerir það líka. Þú getur til dæmis prófað þessar avocado kókoskúlur

NÝLEGT