Mikilvægi góðgerla

Mikilvægi góðgerla

En fyrst skulum við aðeins skoða hvað góðgerlar gera og af hverju við þurfum að nota þá. Góðgerlar eða Probiotics eru gerlar, sem stuðla að betri meltingarflóru, en hvers vegna ættir þú að nota þá? Meðal annars vegna þess að þeir hjálpa til við upptöku á ýmsum bætiefnum og næringu, örva hreyfingu í meltingarveginum og bæta þar af leiðandi meltingarferlið. Þeir losa meltingarveginn líka við ýmsan úrgang sem þar á ekki að vera og koma aftur á jafnvægi í þarmaflórunni, sem kann að hafa raskast við inntöku á sýklalyfjum, of mikilli sykurneyslu, röngu mataræði eða af miklu álagi og vinnu.

Tenging milli þarma og heila

Vísindamenn hafa komist að raun um að það er bein tening milli þarma og heila og  því getur góð melting líka bæði gert okkur léttari í lund og skýrari í hugsun. Auk þess að koma jafnvægi á meltingarflóruna, viltu taka inn góðgerla ef þú ert með eftirfarandi heilsufarsvandamál:

  • Candida sveppasýkingu og kláða við endaþarm eða kynfæri, sem eru eitt af einkennum candida sýkingar
  • Uppþembu eða aðrar meltingartruflanir
  • Til skiptis niðurgang eða hægðatregðu
  • Magakrampa eða bakflæði
  • Fæðuóþol eða húðútbrot eins og exem eða psoriasis, því margir læknar telja að slík húðútbrot stafi frá vandamálum í meltingarveginum
  • Hátt kólesteról eða þjáist af síþreytu

Ef þú þarft einhverra hluta vegna að taka inn sýklalyf, tekurðu góðgerla EFTIR að inntöku á þeim sýklalyfjanna. Til að koma virkilega góðu jafnvægi á meltingarflóruna tekurðu góðgerlana inn samfelt í 3-4 mánuði.

En hvaða tegund á að velja?

Flesta góðgerla þarf að geyma í kæli, svo virkni þeirra endist. Svo er ekki með Gr8-Dophilus, Clinical Probiotic Immune og Clinical GI Probiotic frá NOW. Þeir viðhalda styrk sínum þótt þeir séu ekki geymdir í kæli og eru því hentugir fyrir þá sem ferðast mikið eða vilja geyma bætiefnin á eldhúsborðinu. Í Gr8-Dophilus er að finna 8 mismunandi góðgerla og af þeim eru 4 billjónir í hverjum skammti. Þeir efla og styðja við heilbrigða meltingarflóru.

Í Clinical Probiotic Immune frá NOW 

Er hins vegar að finna 12 mismunandi góðgerla, sem hafa bein áhrif á styrkingu ónæmiskerfisins. Hylkin eru sýru- og gallþolin og leysast upp í þörmunum. Þessi tegund hentar bæði fullorðnum, svo og börnum eldri en 4 ára og blandan er VEGAN.

Clinical GI Probiotic frá NOW

Blandan inniheldur Bifidobacterium lactis HNO19 góðgeril sem er sérstaklega öflugur fyrir meltingarveginn og dregur úr uppþembu. Þessi blanda er ein af þeim sem ekki þarf að vera í kæli og er því hentug fyrir ferðalög og í handtöskuna. Blandan er VEGAN og er sérstaklega ætluð þeim sem eru 50+.

Þessir að neðan geymast best í kæli 

Probiotic Defence frá NOW

er ein af þeim tegundum sem geymast best í kæli. Í henni eru 13 mismunandi góðgerlar og 2 billjónir af þeim í hverjum skammti. Probiotic Defence er hentugt fyrir þá sem vilja viðhalda heilbrigðri þarmaflóru. Í gerlablöndunni er líka Prebiotics (FOS), sem hefur það hlutverk að næra góðu bakteríurnar í þörmunum.

Probiotic-10

Eru allra sterkustu góðgerlarnir frá NOW. Þetta er öflug blanda með 10 mismunandi vinveittum góðgerlum í miklum styrkleika. Í hverjum skammti eru 25 billjón, 50 billjón eða 100 billjón þessara gerla. Probiotic-10 er sérstaklega öflug góðgerlablanda fyrir þá sem þjást af krónískum meltingarvandamálum eða sveppasýkingu. Þú velur styrkleika góðgerlanna eftir því hversu lengi vandamálið hefur verið viðvarandi, en þessir gerlar eru sérstaklega góðir fyrir þá sem hafa verið með langvarandi meltingarvandamál.

Góðgerlar fást í Krónunni, Nettó, Blómaval, Fjarðarkaup og í næsta apóteki

Höfundur: Guðrún Bergmann, rithöfundur og heilsuráðgjafi

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest