Guðrún Bergmann: Mikilvægi magnesíums

Guðrún Bergmann: Mikilvægi magnesíums

Hér kemur Guðrún Bergmann með frábæran pistil um mikilvægi þess að taka magnesíum. Hún þýddi greinina af vef Dr. Murray sem er þekktur náttúrulæknir í Bandaríkjunum. Guðrún heldur úti heimasíðu þar sem hægt er að finna ýmsan fróðleik, uppskriftir og fleira. Til að fylgjast með greinum frá Guðrúnu getur þú skráð þig á póstlista á heimasíðu hennar.

Enn um Magnesíum

Ég hef undanfarin ár skrifað margar greinar um magnesíum og þar sem það er svo mikilvægt steinefni held ég áfram að fjalla reglulega um það. Hér kemur grein sem ég þýddi af vef Dr. Murray. Hann segir að í mörg ár hafi aðalfókusinn verið á kalk fyrir líkamann, en magnesíum sé alveg jafnmikilvægt steinefni, ef ekki mikilvægara fyrir flesta.

Yfir 50% af magnesíumbirgðum líkamans er í beinum hans, en magnesíum er líka að finna í frumum um allan líkamann. Einungis lítið magn þess er að finna í blóði okkar. Magnesíum er afar nauðsynlegt starfsemi frumnanna og hefur mikil áhrif á:

 • Það hvort blóð kekkjast
 • Efnasamsetningu heilans
 • Vöðvasamdrátt
 • Brennslu í líkamanum
 • Ónæmisvarnir líkamans
 • Insúlínnæmi og nýtingu líkamans á glúkósa
 • Starfsemi öndunarfæranna
 • Reglu á blóðþrýstingi
 • Samþættingu margra efnasambanda 

Einkenni magnesíumskorts

Merki og einkenni um mikinn magnesíumskort koma fram í síþreytu, heilaþoku, pirringi, þróttleysi, hjartatruflunum, vandamálum í leiðni taugaboða og vöðvasamdrætti, vöðvakrampa, skorti á matarlyst, svefnleysi og litlu viðnámi gegn streitu og álagi.

Mikilvægi þess að taka inn magnesíum bætiefni

Ráðlagður dagskammtur af magnesíum (RDA) er 350 mg á dag fyrir karlmenn og 280 mg á dag fyrir konur. Almennt er þó fólk, til að mynda í Bandaríkjunum, ekki að taka inn meira en 266 mg og því er magnesíumskortur mjög algengur hjá Bandaríkjamönnum. Magnesíum hefur sýnt sig að hafa sérlega gagnleg áhrif á eftirtalin heilsufarsvandamál:

 • Asma og krónísk lungnasjúkdóma
 • Athyglisbrest (ADD) og ofvirkni (ADHD)
 • Hjarta- og æðasjúkdóma
 • Hjartaöng
 • Hjartsláttartruflanir og –óreglu
 • Hjartabilun
 • Háþrýsting
 • Sykursýki
 • Síþreytu
 • Fjölvöðvagigt
 • Nýrnasteina
 • Mígreni og spennuhöfuðverki
 • Beinþynningu
 • Þungun (meðgönguháþrýsting, fæðingu fyrirbura og önnur vandamál)
 • Fyrirtíðarspennu

Nýjar upplýsingar

Þáttur magnesíums í að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og heilablóðfall er vel þekktur. Skortur á magnesíum (Mg) er talinn tengjast auknum tilvikum sykursýki, ýmsum meltingarvandamálum og dauðsföllum af ýmsum orsökum. Yfirleitt hefur það verið talið að auðveldlega jónuð form af magnesíum eins og t.d. Magnesíum citrate eða aspartate hafi mun betri upptöku en magnesíum sölt eins og Magnesíum oxide. Hins vegar hafa nýlega komið fram rannsóknir sem ögra þeim fullyrðingum.

Í tvíblindri rannsókn voru áhrifin af inntöku magnesíum bætiefnanna magnesíum citrate og svo magnesíum oxide, á innanfrumumagn magnesíums rannsökuð í heilbrigðum einstaklingum. Heilbrigðir sjálfboðaliðar fengu annað hvort magnesíum oxide töflur (520 mg á dag) eða magnesíum citrate töflur (295.8 mg á dag) í einn mánuð (1. stig rannsóknar). Við tók svo fjögurra vikna útskolunartímabil og síðan var gerð víxlkönnun (2. Stig rannsóknar) í einn mánuð. Með því að nota nýjustu greiningartækni (röntgendreifigreiningu) sýndu niðurstöður að magnesíum oxide framleiddi (MG2+) 36.3 mEq/L á móti 35.4 mEq/L hjá magnesíum citrate og lækkaði einnar heildar LDL kólesterólmagn líkamans verulega. Báðar tegundir magnesíums drógu úr kekkjun blóðflaga (þ.e. þegar blóðflögurnar festast saman og draga úr þjálni bóðsins).

Eitt af því sem Hallgrímur heitinn Magnússon læknir ráðlagði mér fyrir mörgum árum var að taka inn magnesíum og zink, alla daga sem ég ætti eftir ólifað. 

Eitt af því sem Hallgrímur heitinn Magnússon læknir ráðlagði mér fyrir mörgum árum var að taka inn magnesíum og zink, alla daga sem ég ætti eftir ólifað. Ég hef samviskusamlega fylgt þeim leiðbeiningum og tekið in magnesíum citrate til langs tíma, en hef nú skipti yfir í magnesíum oxide.

Ég nota magnesíum Oxide frá NOW, sem styrkir taugakerfið, stuðlar að orkuframleiðslu og er nauðsynlegt fyrir virkni ensíma í líkamanum. Það er laust við hveiti, glúten, soja, mjólk, egg, fisk, skelfisk og trjáhnetuafurðir.

Höfundur: Guðrún Bergmann

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT