Guðrún Bergmann: Tvennt í töskuna um páskana

Guðrún Bergmann: Tvennt í töskuna um páskana

Frí án meltingarvandamála

Gr8 góðgerlana frá NOW viltu hafa með þér, bæði af því að þá þarf ekki að geyma í kæli og ekki síður vegna þess að þú vilt ekki láta meltingarvandamál eyðileggja fríið þitt. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á þann ávinning sem líkaminn hlýtur af notkun góðgerla. Þeir koma jafnvægi á meltingarflóruna, geta stuðlað að betri heilastarfsemi, lækkað slæma kólesterólið, lækkað háþrýsting og komið jafnvægi á ýmsar meltingartruflanir. Einnig er talað um að góðgerlar vinni gegn síþreytu og psoriasis, en ýmsir læknar telja að psoriasis sé mjög tengt meltingarvandamálum hjá fólki.

Með Gr8 í töskunni ættir þú því að komast hjá meltingarvandamálum í fríinu, en ef þú vilt gulltryggja þig, tekurðu líka með þér lyktarlausu hvítlaukshylkin (odorless garlic) frá NOW og tekur þau inn daglega. Hvítlaukurinn er þeim eiginleikum gæddur að drepa bakteríur í meltingarveginum og komist þú í tæri við einhverjar nýjar, fer hann á fullt í banastuð.

Falleg húð, frábær sólarvörn

Astaxanthin frá NOW viltu taka með þér ef þú ætlar að tana þig, hvort sem er í háfjallasól á skíðum eða á einhverri sólarströnd. Rannsóknir sýna mjög skýrt og greinilega að Astaxanthin verndar húðina sem er stærsta líffæri líkamans. Það bætir rakastig hennar, mýkt og teygjanleika og dregur úr fínum hrukkum, blettum og freknum. Ef við sólbrennum myndast bólgur í húðinni, en ef við tökum inn Astaxanthin fer það inn í húðfrumurnar og dregur úr þeim skaða sem útfljóubláu geislarnir valda húðinni.

Í hvert sinn sem vorar fer ég að taka inn Astaxanthin og ég tek það alltaf inn skömmu áður og á meðan ég er á sólarströnd eða annars staðar þar sem mikillar sólar gætir. Auk þess að vernda húðina býr Astaxinthin yfir frekari eiginleikum, sem vert er að taka með í reikninginn.

Það er í sérflokki þegar kemur að andoxandi eiginleikum þess, vegna þess að það síast vel inn í allar frumur líkamans. Í rannsókn sem unnin var árið 2007 kom í ljós að Astaxanthin var 6000 sinnum öflugra en C-vítamín, 800 sinnum öflugra en CO-Q10 og 550 sinnum öflugra en grænt te og 75 sinnum öflugra en Alpha lipoic acid. Það styrkir augun okkar og er öflugt gegn síþreytu, svo það er snilld að pakka því niður fyrir páskahelgina og halda áfram að taka það inn í sumarið.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum. 

Heimildir: Huffington Post – Dr. Oz og Dr. Mercola – Clean Program

Höfundur: Guðrún Bergmann

NÝLEGT