Við höldum áfram að birta hollar og góðar uppskriftir úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa og nú er komið að drykk (e. smoothie) sem er einstaklega góður til að vinna á bólgum í líkamanum og stuðla að góðri meltingu. Hinar kröftugu jurtir, túrmerik og engifer, einkenna drykkinn en bólgueyðandi eiginleikar þeirra fyrir líkamann eru vel þekktir. Gott plöntuprótein, hörfræ, möndlumjólk, kanill og kókosolía tryggja svo enn fleiri næringarefni og gera drykkinn skotheldan þegar kemur að hollustugildi og næringu.
Innihald:
- 2 skeiðar Plant Protein Complex vanillu frá NOW
- 1/2 – 1 tsk túrmerik duft úr 2 hylkjum af CurcuFresh frá NOW
- 1/2 msk kókósolía frá Himneskri Hollustu
- 2 msk hörfræ frá Himneskri Hollustu
- 1 1/3 möndlumjólk, sykurlaus frá Isola
- 1 tsk engifer duft
- 1/2 tsk kanill frá Himneskri Hollustu
- 4-5 stk ísmolar
Öllu skellt saman í blandarann og djúsað þar til orðið gyllt og slétt.
Verði ykkur að góðu!