ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Hafra og banana pönnsur

Hafra og banana pönnsur

Höfundur: Ásdís grasalæknir

Þessi uppskrift er mjög þægileg og maður skutlar bara öllu í blandarann og tekur enga stund að græja. Þessar pönnukökur eru trefjaríkar og gefa góða og saðsama næringu. Þær eru einnig sykurlausar og mjólkurlausar og tilvaldar fyrir bæði börn og fullorðna. Gott að eiga auka skammt af þeim í frystir og henda í ristavélina seinna eftir þörf. Þær eru líka kjörin næring eftir góða æfingu þar sem þær innihalda flókin kolvetni og prótein.

Innihald:

  • 2 meðalstórir þroskaðir bananar
  • ½ bolli sykurlaus möndlumjólk t.d. Isola
  • 1 ½ bolli fínir eða grófir hafrar frá Muna
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 3-5 dr vanillustevía
  • ½ tsk kanill frá Muna
  • ¼ tsk salt
  • 2 egg

Aðferð:

  • Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til mjúkt, ca 30 sek til 1 mín.
  • Leyfið deiginu að sitja í blandaranum meðan þið hitið pönnuna.
  • Hitið pönnu á miðlungshita með smá kókósolíu og þegar pannan er orðin heit, setjið 1/3 af deiginu á pönnuna og eldið í 2-4 mín eða þar til pönnukökurnar eru orðnar tilbúnar.
  • Njótið t.d. með hnetusmjöri og banana eða súkkulaðiáleggi frá Good Good, jarðarberjum og rjóma.

Ásdís grasalæknir

Trefjaríkar og sykurlausar pönnsur

Þessi uppskrift er unnin í samstarfið við Muna, hana og aðrar girnilega uppskriftir má finna á heimasíðu Muna með því að smella hér.

www.grasalaeknir.is

Hér má finna Ásdísi á Instagram