Hafrafrækex stútfullt af hollustu

Hafrafrækex stútfullt af hollustu

lt;p>
Uppskriftin er einföld að allir ættu að geta skellt í eitt ofurholt frækex sem er stútfult af góðum næringarefnum og olíum. Bæði sykur og glúteinlaust 

  • 2 dl Glúteinlausir hafrar 
  • 1/2 dl Chia fræ 
  • 1 dl Sólblómafræ
  • 1 dl Graskersfræ
  • 1/2 dl Hörfræ1 dl Sesamfræ
  • 1/2 Hampfræ
  • 1 dl heitt vatn
  • 2 msk Olivu Olía 
  • 5 dropar vanillu stevia eða 1 msk steviu strásæta til að sæta (eftir smekk) 
  • Klípa salt eftir smekk 

Unnamed-11

Öllu blandað vel saman í skál, látið standa smá stund til að fræin fái að taka í sig heita vatnið. Ef blandan er of þurr bæta þá örlitlu af heitu vatni við og sömuleiðis ef blandan er of blaut setja þá meira af höfrum. Þegar blandan hefur fengið að standa í 5 mín í skálinni er henni helt á bökunarpappír, til þess að að fletja blönduna út og gera frækexið sem þynnst er best að setja smjörpappír yfir og fletja vel út í allar áttir á bökunarplötunni. Inn í ofn á 180 í um 30 mín, fylgjast með hitanum því frækexið á auðvelt með að brenna. Gott er að taka efralagið af frækexinu (smjörpappírinn sem þið notuðuð til að fletja út) síðustu 10 mín og leyfa frækexinu að bakast vel ofan á áður en það er tekið út. 

Unnamed-10

Njótið vel – Karitas Óskars 

NÝLEGT