Hafragrauturinn sem sprengir alla skala

Hafragrauturinn sem sprengir alla skala

Þessi hafra­graut­ur er með því rosa­leg­asta sem sést hef­ur og er eig­in­lega form­lega skil­greind­ur sem skyldusmakk. Það er eng­in önn­ur en Linda Ben sem á heiður­inn að hon­um en hún seg­ir hann miklu ein­fald­ari en hann líti út fyr­ir að vera.

„Maður ein­fald­lega myl­ur hafra og bland­ar sam­an við súkkulaði prótein, möndl­umjólk og kakónibb­ur. Því næst bland­ar maður sam­an grískri jóg­úrt, hnetu­smjöri og ör­litlu aga­ve sírópi. Svo topp­ar maður graut­inn með bræddu dökku súkkulaði og kó­kosol­íu.

Graut­inn er upp­lagt að gera dag­inn áður (eða nokkr­um dög­um áður) og borða í morg­un­mat eða taka með sér sem nesti.“

Hafra­graut­ur­inn sem spreng­ir alla skala

Vista Prenta 

Súkkulaði kröns hafra­graut­ur með mjúkri hnetu­smjörs­fyll­ingu

  • 60 g malað haframjöl frá Muna
  • 25 g Plant Protein Comp­l­ex frá NOW með súkkulaðibragði
  • 1 msk. chia fræ
  • 200 g mjólk (ég notaði möndl­umjólk)
  • 1 msk. kakónibb­ur frá Muna
  • 70 g grískt jóg­úrt
  • 1 msk. fínt hnetu­smjör frá Muna
  • 1 tsk. dökkt aga­ve síróp frá Muna
  • 2 tsk. kó­kosol­ía frá Muna
  • 30 g dökkt súkkulaði (ég notaði 85% súkkulaði, syk­ur­laust)

Aðferð:

  1. Myljið haframjölið í bland­ara og setjið í skál ásamt próteini, chia fræj­um, mjólk og kakónibb­um. Hrærið sam­an þar til kekk­laust og setjið í minni skál sem er hent­ugri til að borða upp úr, látið standa inn í ís­skáp.
  2. Í aðra skál blandið sam­an grísku jóg­úr­ti, hnetu­smjöri og aga­ve sírópi. Setjið var­lega ofan í skál­ina með hafra­grautn­um, 1 tsk í einu, og sléttið var­lega úr með bak­hliðinni á skeið. Setjið inn í ís­skáp.
  3. Setjið kó­kosol­íu og dökkt súkkulaði í skál sem má fara inn í ör­bylgju. Bræðið sam­an með því að setja inn í ör­bylgju­ofn­inn u.þ.b. 30 sek í einu og hrærið vel á milli, hitið þar til bráðnað. Hellið var­lega yfir jóg­úrt lagið og sléttið var­lega úr. Setjið aft­ur inn í ís­skáp og geymið í a.m.k. 30

lindaben.is

NÝLEGT