Haframuffins

Haframuffins

Innihald:

Þurrefni:

  • 4-5 dl af tröllahöfrum frá Himneskri Hollustu
  • 1 tsk lyftiduft 
  • 1/2 dl af döðlusykri frá Himneskri Hollustu
  • 1/2 – 1 msk kanill frá Himneskri Hollustu (minna eða meira, allt eftir smekk)
  • 1 dl valhnetur frá Himneskri Hollustu (eða jafnvel pekanhnetur eða möndlur)
  • 1 grænt epli (saxað í teninga og hýðið tekið af, ef vill)

Blautefni:

  • 1/2 – 1 dl af Sweet Like Syrup sætu frá Good Good Brand
  • 3 dl möndlumjólk frá Isola Bio 
  • 4-6 dropar af vanillu stevíu frá Good Good Brand (má sleppa) 

Aðferð

Byrjið á því að hita ofninn upp í 190°C. Á meðan skal setja öll hráefnin saman í skál og hræra vel saman. Mér finnst best að setja þurru hráefnin fyrst, þ.e. hafrana, lyftiduftið, kanilinn, valhneturnar, döðlusykurinn og eplin og hræra því öllu vel saman, og bæta svo við blautu hráefnunum, þ.e. sætunni, möndlumjólkinni og stevíunni. 

Þegar búið er að hræra öllu vel saman skal setja deigið í muffinsform. Ég notaði sérstaka muffinsplötu en það er að sjálfsögðu hægt að nota þessi klassísku muffinsbréf. Passið upp á að það sé jafn mikið deig í hverju muffinsformi annars bakast þær ekki jafnt. Ég mæli með að nota ísskeið eða eitthvað annað mæliílát í verkið. 

Haframuffins1

Haframuffins2

Bakið inn í ofninum í 20-30 mínútur á 190°C eða þar til þær eru bakaðar í gegn. Tíminn fer algjörlega eftir hversu stórar muffins þið gerðuð, ef þær eru miklir hlunkar þá þurfa þær lengri tíma. Það er gott að kíkja á þær af og til svo að þær brenna ekki. Þær eiga að verða örlítið mjúkar en ekki grjótharðar, það á að vera hægt að fara með hníf eða gaffal í gegn. 

Muffins eru bestar heitar en ef þið eigið afgang er gott að geyma þær í lokuðu íláti inn í ísskáp í nokkra daga. Svo er hægt að hita þær aftur ef maður vill þá í ofninum eða í örbylgjunni. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Isola Bio og Good Good Brand.

Höfundur: Asta Eats

 

NÝLEGT