Hair Skin and Nails frá NOW

Hair Skin and Nails frá NOW

Þú færð Hair, skin and Nails frá NOW í H Verslun

Vítamín og steinefnablanda

A vítamín er ekki einungis eitt efni heldur blanda efna sem eru m.a. nauðsynleg fyrir eðlilega sjón og heilbrigða húð. A vítamín skortur sem er algengur í þróunarlöndum lýsir sér í skertri sjón, þurri húð og bældu ónæmiskerfi. C vítamín er nauðsynlegt til framleiðslu kollagens en kollagen er uppbyggingarefni liða, liðamóta, beina og húðar. E vítamín er blanda átta mismunandi efna sem eru andoxandi fyrir líkaman. Þessi efni eru góð fyrir húð og hár. B-complex blanda samanstendur af B1,B2,B3, B6, B12, fólin sýru, bíótíni og pantóþensýru. B vítamín gegna mörgum hlutverkum í líkamanum m.a. stuðla þau að eðlilegri orku vinnslu, vinna gegn þreytu og styðja við heilbrigða starfsemi taugakerfisins. Bíótín stuðlar sérstaklega að viðhaldi eðlilegs hárs og húðar. Zinc er steinefni sem hefur mörgum hlutverkum að gegna, það stuðlar m.a. að viðhaldi eðlilegs hárs, nagla og húðar. Einnig ver það frumur gegn oxunarálagi og heldur ónæmiskerfinu í lagi. Kopar er annað steinefni sem okkur er lífsnauðsynlegt, það stuðlar m.a. að viðhaldi eðlilegra bandvefja og að litarháttur húðar og hárs séu eðlilegur.

Cynatine – Keratin

Cynatine er lífvirkt form keratíns sem er prótein og uppbyggingarefni hárs, húðar og nagla. Cynatine stuðlar m.a. Að auknum hárvexti, sterkari nöglum og fyrirbyggir öldrun húðarinnar. Rannsóknir á Cynatine styðja þessar fullyrðingar, sérstaklega fyrir hár og neglur. Til að mynda var rannsókn gerð með 50 þátttakendum, þar sem helmingur tók efnið Cynatine og hinn helmingurinn lyfleysu í samtals þrjá mánuði. Niðurstöðurnar sýndu fram á verulega virkni Cynatine, þar sem Cynatine hópurinn upplifði m.a. minna hárlos, líflegra hár og sterkari neglur heldur en lyfleysu hópurinn (hægt að skoða ýtarlegar niðurstöður hér https://www.hindawi.com/journals/tswj/2014/641723/).

MSM

MSM er efni sem fyrirfinnst í líkama mannsins og getur haft góð áhrif á hár, húð og liði. Það hefur einnig verið notað af þeim sem þjást af liðaverkjum.

Gelatin

Margir tengja gelatín ekki við heilsusamlegan lífsstíl en í raun er gelatín hlaðið af kollageni. Kollagen er prótein sem finnst í miklum mæli í líkömum okkar. Það er okkur mikilvægt til að viðhalda heilsu hárs, húðar, nagla, beina, liða og liðamóta. Gelatínið í hair, skin and nails frá NOW er unnið úr nauti.

l-proline

Proline er amínósýra en þær eru uppbyggingarefni próteins. Proline er nauðsynlegt fyrir kollagen framleiðslu líkamans einnig er það uppbyggingarefni liða, liðamóta, beina og húðar.

Horsetail

Horsetail er jurt, oft nefnd elfting á íslensku. Jurtin hefur verið notuð gegn kvillum í nýrum og þvagblöðru.  Einnig benda vísbendingar til þess að elfting sé góð gegn hárlosi, brothættum nöglum og liða kvillum. Elfting er einnig hlaðin af kísil sem er mikilvægur í uppbyggingu beina og húðar.

Hyaluronic Sýra

Hyalurinic sýra er efni sem fyrirfinnst í flestum frumum líkamans. Aðal tilgangur hennar er að minnka núning í liðum sem og að halda húðinni góðri með réttu rakastigi.

Choline

Kólín er oft flokkað sem B-vítamín en er í raun hvorki vítamín né steinefni heldur nauðsynlegt næringarefni sem líkaminn notar í margvíslegum tilgagni m.a. fyrir eðlilega starfsemi lifrar, heila, taugakerfis og brennslu. Kólín skortur er algengur meðal íbúa í vestrænum heimi og því nauðsynlegt að huga að inntöku þess á einhvern hátt.

Inositol

Inósítól er oft kallað vítamín b8 vegna þess að það er samvirkt með öðrum b vítamínum. Inósítól er í raun blanda af níu mismunandi efnum sem talin eru hafa góð áhrif á m.a. húð og hár.

 

Þú færð Hair, Skin and Nails frá NOW hér

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT