Search
Close this search box.
Halló H Magasín

Halló H Magasín

Ég er atvinnuflugmannsnemi með mikinn áhuga á heilsusamlegum lífsstíl og þá sér í lagi öllu sem tengist matargerð. Ég hef spilað fótbolta frá því að ég var lítil stelpa en hætti því fyrir 2 árum og stunda í dag fjölbreytta líkamsrækt. Ég reyni að hreyfa mig flesta daga vikunnar og sæki mikið hóptíma eins og spinning og tabata. Á sumrin reyni ég hins vegar að nýta góða veðurdaga til að fara út að hlaupa, í göngutúra eða út að hjóla.

Fljótlega eftir að ég hætti í boltanum fór ég að finna fyrir miklu ójafnvægi og óþægindum í meltingarveginum og eftir dágóðan tíma hitti ég loks meltingarsérfræðing. Hann ráðlagði mér hitt og þetta tengt mataræði en það var á þessum tímapunkti sem að ég ákvað að taka málin í mínar hendur og gera rótækar breytingar á mínum matarvenjum því það var margt sem betur mátti fara. Ég ætla ekki að fara niður í smáatriði hvaða breytingar hafa átt sér stað einfaldlega vegna þess að það er efni í aðra færslu sem ég hlakka mikið til að skrifa og segja ykkur frá en í stuttu máli borða ég mjög hreina fæðu, oftast unna frá grunni sem inniheldur ekki kjöt, fisk, egg eða mjólkurvörur. Uppistaðan á mínu mataræði er því mikið af grænmeti og ávöxtum, hnetum, fræjum, baunum og tófu. Ég hlakka mikið til að deila með ykkur fjölbreyttum uppskriftum sem munu koma skemmtilega á óvart ásamt því að deila með ykkur mínum helstu áhugamálum sem tengjast hreyfingu, ferðalögum & flugi. 

Þangað til næst, takk fyrir að lesa!

Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með mér á Instagram undir nafninu: sigrunbirta

Sigrún Birta

NÝLEGT