Alþjóðlegi Hamingjudagurinn er í dag og að því tilefni ætlar H verslun að blása til Hamingjudaga næstkomandi tvær vikurnar. Það verður margt og mikið um að vera næstu dagana en okkar eina sanna Sigga Kling mun formlega hringja inn Hamingjudaginn í dag, gefa hamingjugjafir og dreifa gleði og kærleik. Dagskráin hefst kl 15:00 og stendur yfir til 18:00.
Eins verða afslættir, fræðsla og margt fleira á boðstólnum. H bar sem staðsettur er í H verslun upp á Bíldshöfða býður upp á sérlegan Hamingjugraut á aðeins 1000 kr.
Það voru Sylvía Briem og Eva Mattadóttir, þáttastjórnendur í hinum vinsælu hlaðvarpsþáttum Norminu, sem sáu um hönnun grautstisins.
Sjáðu allt um Hamingjudaga í H verslun í þessu glæsilega H magasin tímariti.