Search
Close this search box.
Hampfræ nammi – hollt og ketóvænt

Hampfræ nammi – hollt og ketóvænt

Nú styttist óðum í helgina og eflaust einhverjir sem vilja eiga eitthvað gotterí að grípa í, án þess þó að þurfa að taka samviskubits rúsíbanann lóðrétt niður. Þá er ágætt að stilla veigunum í hóf og jafnvel grípa til þess ráðs að útbúa eitthvað sem er bæði hollt og gott. Meðfylgjandi uppskrift að hampfræ nammi tikkar í bæði boxin og er því tilvalin fyrir komandi helgarfrí.

Innihald:

200 g sæta, Sweet like sugar

40 g kakó

150 g hampfræ frá Himneskri Hollustu

100 g kókosflögur frá Himneskri Hollustu

120 g hnetusmjör Monki

2 tsk vanilludropar

30 g smjör

150 g kókosolía frá Himneskri Hollustu

Aðferð:

Fínmalið sætuna í blandara og blandið saman við kakóið, kókosflögurnar ( ágætt að mylja aðeins flögurnar )og fræin.

Bræðið hnetusmjör, smjör og kókosolíu saman ásamt vanilludropum.

Blandið svo þurrefnum saman við og hrærið vel.

Hellið í form eða setjið í litlar hrúgur á smjörpappír og kælið.

NÝLEGT