Hampfræ + uppskrift af hampmjólk

Hampfræ + uppskrift af hampmjólk

Hampmjolk-2

Hampmjolk-1

Hampfræ eru full af næringarefnum og eru gríðarlega próteinrík en það merkilegasta er að þau eru svokallað „fullkomið prótein“ sem þýðir að þau innihalda allar þær 9 amínósýrur sem líkaminn sjálfur getur ekki framleitt en amínósýrur eru „byggingarefni“ próteina. Líkaminn getur samt framleitt einhverjar amínósýrur sjálfur sem notaðar eru til að smíða prótein en þær eru 20 talsins. Þessar 9 sem líkaminn getur hins vegar ekki framleitt verðum við að fá með fæðu. Fyrir nánari upplýsingar um amínósýrurnar 9 mæli ég með grein frá EMetabolic sem hægt er að finna neðst í færslunni. 

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við góðu bragði þegar að ég var að prófa mig áfram með heimalagaða hampmjólk en viti menn hún kemur svo mikið á óvart! Ég get drukkið hana eintóma því hún er svo góð! 

Innihald:

  • 7-8 dl af köldu vatni
  • 1,5 dl af hampfræjum frá Himneskri Hollustu
  • 1 tsk af hampolíu frá Himneskri Hollustu (má sleppa ef vill)
  • 3 döðlur frá Himneskri Hollustu
  • Sæta eftir smekk (ég notaði 1 tsk af vanilludropum)
  • Klípa af salti 

Aðferð:

Setjið vatnið, hampfræin og hampolíuna í blandara. Þið getið skolað hampfræin fyrst undir köldu vatni en það er ekki nauðsynlegt þar sem hampfræin eru lífræn frá Himneskri Hollustu.

Ég mæli með að opna döðlurnar eða skera þær niður í bita svo þær blandist betur – bætið þeim svo út í ásamt sætu að eigin vali og klípu af salti. Þegar allt hráefnið er komið í blandarann skal blanda í ca. 1 mínútu. 

Hampmjolk-3

Hampmjolk

Það er hægt að setja mjólkina í gegnum sigti eða ostaklút eins og ég sýni hér á myndinni fyrir ofan en það er alls ekki nauðsynlegt þar sem að öll næringarefnin eru í hratinu sem sigtast frá. Ég gerði það þó við aðra flöskuna bara til þess að sýna ykkur.

Geymið mjólkina í loftþéttu íláti, t.d. glerkrukku. Mjólkin geymist í 2-4 daga inn í kæli. Hristist fyrir notkun. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram 

Þangað til næst, verið heil og sæl!

 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu 

 

Höfundur: Asta Eats

Heimildir:  Ministry of Hemp  – Vísindavefurinn – E Metabolic

 

NÝLEGT