Health by Hildur: Hollur helgarbröns

Health by Hildur: Hollur helgarbröns

 

Acai skál

2 frosnir bananar
1 bolli frosin bláber
1 bolli frosin jarðaber
1 msk af acai dufti
Örlítið af jurtamjólk, t.d. möndlumjólk

Aðferð: Blandið öllu saman í blandara. Toppað með ávöxtum og Kókos- eða Hnetubita súkkulaðistykkjum frá Himneskri Hollustu.

Acai-smoothie-skal

Ristað brauð með avocado 

Súrdeigsbrauð toppað með avókadó, smáskornum tómötum og bleiku Himalaya salti. Æðislegt með glasi af lífrænum appelsínusafa frá Hollinger.

Surdeigsbraud

Kókos chia grautur

3 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
2 bollar möndlumjólk frá Isola
3 dropar af kókos stevíu frá Good Good

Aðferð: Látið liggja yfir nótt inni í ísskáp. Hægt að toppa með kókos og banönum. 

Chia-grautur

Prótein pönnukökur

1 dl spelt hveiti frá Himneskri Hollustu
1 dl Pea Protein frá Now
1 þroskaður banani
2 msk hreint Sojade jógurt
5 dropar karmellu stevía frá Good Good

Aðferð: Öllu blandað saman og steikt á pönnu upp úr kókosolíu frá Himneskri Hollustu. Toppað með hreinni Sojade jógurt og ferskum jarðarberjum.

Ponnukokur

Höfundur: Hildur Sif Hauksdóttir

Instagram: hildursifhauks

 

 

NÝLEGT