Acai skál
2 frosnir bananar
1 bolli frosin bláber
1 bolli frosin jarðaber
1 msk af acai dufti
Örlítið af jurtamjólk, t.d. möndlumjólk
Aðferð: Blandið öllu saman í blandara. Toppað með ávöxtum og Kókos- eða Hnetubita súkkulaðistykkjum frá Himneskri Hollustu.
Ristað brauð með avocado
Súrdeigsbrauð toppað með avókadó, smáskornum tómötum og bleiku Himalaya salti. Æðislegt með glasi af lífrænum appelsínusafa frá Hollinger.
Kókos chia grautur
3 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
2 bollar möndlumjólk frá Isola
3 dropar af kókos stevíu frá Good Good
Aðferð: Látið liggja yfir nótt inni í ísskáp. Hægt að toppa með kókos og banönum.
Prótein pönnukökur
1 dl spelt hveiti frá Himneskri Hollustu
1 dl Pea Protein frá Now
1 þroskaður banani
2 msk hreint Sojade jógurt
5 dropar karmellu stevía frá Good Good
Aðferð: Öllu blandað saman og steikt á pönnu upp úr kókosolíu frá Himneskri Hollustu. Toppað með hreinni Sojade jógurt og ferskum jarðarberjum.
Höfundur: Hildur Sif Hauksdóttir
Instagram: hildursifhauks