ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Heilsa kvenna

Heilsa kvenna

Konur nú til dags hafa fjölmörg verkefni á sinni könnu og eru oft á tíðum undir miklu álagi. Með marga bolta á lofti er hormónakerfi kvenna ákaflega næmt fyrir síbreytilegu áreiti, streitu og öðrum umhverfisþáttum. Í okkar nútíma samfélagi er mikill hraði og streitutengdir kvillar hafa aukist til muna síðustu ár og því mikilvægt fyrir konur að huga að sinni persónulegu heilsu og vellíðan sem aldrei fyrr og setja eigin heilsu í forgang. Þættir eins og heilsusamlegt mataræði, regluleg hreyfing, góður svefn, slökun og hvíld sem eru grunnstoðir góðrar heilsu stuðla að góðu jafnvægi okkar andlega og líkamlega til að takast á við áskoranir og verkefni í amstri dagsins.

Heilsa og líðan okkar kvenna byggir m.a. á að hormónakerfi okkar sé í jafnvægi en alltof margar konur nú til dags eru að glíma við hormónaójafnvægi. Fyrirtíðaspenna og einkenni sem tengjast tíðahring og hormónakerfi eru hvað algengust. Þar má nefna einkenni eins og krampakenndir tíðaverkir, skapsveiflur, höfuðverkir, hitakóf, minni kynlöngun, vökvasöfnun, aukin matarlyst, þreyta, o.fl. Það jákvæða er að við getum sjálfar haft svo gríðarleg áhrif á hormónakerfi okkar til hins betra því oftar en ekki er það lífsstíllinn okkar sem er að hafa mestu áhrif á hormónin okkar. Skortur á ýmsum mikilvægum næringarefnum getur líka raskað hormónajafnvægi okkar og haft áhrif á framleiðslu þeirra sem og ýmis skaðleg efni í umhverfi og fæðu okkar geta haft truflandi áhrif á hormónakerfið.

Við konur þurfum því að taka málin í okkar hendur og skoða hvað það er í okkar daglegu venjum sem er að trufla þetta jafnvægi og vinna að því að koma hormónunum í gott stand og jafnvægi þannig að við upplifum meiri vellíðan í líkamanum. T.d. hvort við séum að næra okkur nægilega vel fyrir hormónin okkar? Erum við að stunda reglulega hreyfingu og útiveru? Hvernig er svefninn hjá okkur og streitustigið? Þetta eru helstu undirliggjandi þættir sem verða að vera í lagi hjá okkur fyrir gott hormónajafnvægi. 

Ásdís grasalæknir verður með nýtt og áhugavert námskeið fyrir konur á öllum aldri þann 20.nóv næstkomandi þar sem hún mun fara vítt og breitt yfir hvernig við getum stuðlað að bættri heilsu kvenna og hormónajafnvægi. Hæg er að nálgast miða hér.


Heimasíða Ásdísar
Facebook síða Ásdísar
Instagram síða Ásdísar

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest