10 leiðir sem styðja við hreinsun líkamans

Höfundur: Ásdís Grasa

Það getur verið gagnlegt að núllstilla líkamann reglulega á hreinni fæðu til þess að líkaminn geti sinnt á skilvirkan hátt almennri viðgerðarstarfssemi og viðhaldi frumna. Nú til dags erum við útsett fyrir fjölmörgum kemískum efnum efnum í fæðu okkar og umhverfi sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu okkar. Hreint mtaræði og vissar fæðutegundir geta hjálpað líkamanum við að losa sig við úrgangsefni, eiturefni, kemísk efni, skordýraeitur og aukaefni.

Með því að borða hreina og heilsusamlega fæðu og hreyfa okkur daglega erum við að efla og styðja við starfssemi hreinsilíffæra okkar og virkjum þannig náttúrulega afeitrunarstarfssemi líkamans.

Það getur einnig verið gagnlegt að fara í skipulagða hreinsun t.d. 1-2x á ári og þess á milli að tileinka sér góðar venjur sem styðja við afeitrun daglega því líkaminn er stöðugt að flokka, sortera og hreinsa það sem kemur inn í kerfið okkar á degi hverjum. Markviss hreinsun gefur líkamanum tímabundna hvíld frá bólgumyndandi fæðu sem getur haft truflandi áhrif á starfssemi líkamans.

Hér eru nokkur ráð til þess að styðja við almenna hreinsun líkamans:

  1. Byrjaðu daginn á volgu sítrónuvatni.

Gott að bæta við eplaediki og himalaya salti.

  1. Sötraðu á grænum grænmetissafa.

T.d. safa úr sellerí, agúrku, spínat, sítrónu og grænu epli.

  1. Drekktu hreinsandi jurtate.

T.d. brenninettlu te, engifer te, grænu te og rauðrunnate.

  1. Borðaðu hreinsandi og heilnæma fæðu úr jurtaríkinu.

Góð hreinsandi fæða er t.d. hvítlaukur og aðrir laukar, turmerik rót, steinselja og kryddjurtir, klettasalat, söl, brokkolí, grænkál, rauðrófa, sítrusávextir, súrkál, hveitigras, spírur, husk trefjar, hörfræ og chia fræ.

  1. Haltu þessum í lágmarki.

Hvítt hveiti, sykur, áfengi, koffín, sætindi, gos, aukaefni.

  1. Prófaðu hreinsandi bætiefni.

Mjólkurþistill, turmerik, chlorophyll, husk trefjar.

  1. Svitnaðu í gegnum hreyfingu og gufuböð.

Það að svitna er mikilvægt fyrir losun kemískra efna úr líkamanum. Hreyfðu þig kröftuglega og eða farðu reglulega í gufu til þess að auka úthreinsun efna í gegnum húðina.

8. Tileinkaðu þér að fasta í a.m.k. 12 klst daglega.

Gefðu meltingunni hvíld og virkjaðu viðgerðarferli líkamans með því að fasta í a.m.k. 12 klst á sólarhring, jafnvel í 14-16 klst ef þú treystir þér til.

  1. Bættu meltinguna.

Góð melting og reglulegar hægðir er lykilatriði þegar kemur að hreinsun. Bætiefni fyrir betri meltingu eru t.d. psyllium husk trefjar eða acacia trefja , góðgerlar, magnesíum duft, L glútamín og meltingarensím. Hörfræ og chia fræ eru einnig góð fæða til að örva meltingu.

10. Dragðu úr kemískum eiturefnum í fæðu og umhverfi.

Reyndu að auka umhverfisvænar hreinlætisvörur á heimilið, skipta yfir í lífrænar snyrti- og húðvörur, kaupa lífrænar matvörur, grænmeti og ávexti sem eru laus við skordýra- og plöntueitur og þannig stuðlað að grænni og lífrænni lífsstíl fyrir bætta heilsu okkar og umhverfisins.

Hér er linkur á Nærandi hreinsun námskeiðið fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig. Hreinsunin byggir á heilnæmu & plöntumiðuðu fæði ásamt jurtum og náttúruefnum sem styðja við hreinsunarferli líkamans ásamt því að stuðla að heilbrigðari þarmaflóru og meltingu. Vertu með í 10 daga hreinsun og gefðu líkamanum tækifæri á að endurstilla sig á nærandi mataræði sem styður við hreinsun líkamans á heilbrigðan hátt.

Ásdís grasalæknir