Ásdís Grasa: Hvað er kollagen?

Hvað er kollagen? Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og líkja má kollageni við lím sem heldur líkamanum saman. Kollagen sér til þess að vefir haldist sterkir saman og er að finna m.a. í vöðvum, beinum, húð, sinum og er einnig eitt aðal uppbyggingarefni húðar, hárs og nagla. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen sem fer minnkandi eftir 25 ára aldur. Þættir tengdir lífsstíl okkar sem hafa áhrif á minnkandi kollagen framleiðslu eru t.a.m. ofneysla á sykri og unnum kolvetnum, reykingar, óhófleg sólböð, skortur á ýmsum næringarefnum og kollagenríkri fæðu, langvarandi sjúkdómar og ýmsir meltingarkvillar sem geta hafa áhrif á upptöku og nýtingu kollagens.

kollagen

PKollagen er að finna aðallega í dýraafurðum s.s. kjöti, fisk, kjúkling, beinaseyði og eggjahvítum. Kollagen má einnig taka inn í töflu og duftformi og mikilvægt er að það sé ‘ hydrolyzed collagen ‘ en þá hafa amínósýrurnar verið brotnar niður og frásogast mun betur í meltingarvegi. Einnig er gott að taka C vítamín aukalega eða passa upp á fá ríkulegt magn af C vítamíni úr fæðunni samhliða kollagen inntöku þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslu og nýtingu kollagens. Hreint kollagen í duftformi er t.d. hægt að bæta út í safa, kaffi, grauta, jógúrt, þeytinga og út í bakstur.

Nokkrar ástæður fyrir því af hverju við ættum að nota kollagen fyrir heilsuna:

1. Fyrir fallegri húð, neglur og hár

Kollagen ásamt elastíni viðheldur teygjanleika og stinnleika húðarinnar. Kollagen hefur einnig mikil áhrif á heilbrigði hárs og nagla. Eyðing kollagens er ein helsta orsök hrukkumyndunar og öldrun húðarinnar en inntaka á kollageni getur mögulega hægt á hrukkumyndun og stuðlað að unglegri og frísklegri húð.

2. Fyrir sterkari liði og stoðkerfi

Kollagen getur stuðlað að auknum liðleika og heilbrigðari liðum og hægt á hrörnun stoðkerfisins. Kollagen er talið draga úr verkjum og bólgum í stoðkerfinu og er hefur mögulega jákvæð áhrif gegn gigt og öðrum stoðkerfisvandamálum og hægt að nota sem hluta af fyrirbyggjandi meðferð.

3. Fyrir heilbrigt meltingarkerfi

Kollagen er uppbyggjandi efni og getur verið gagnlegt sem viðgerðarefni fyrir skaddaðan lekan þarmavegg (e.leaky gut syndrome), sem er ástand sem getur skapast í meltingarvegi út frá inntöku sýklalyfja, slæmu mataræði, streitu o.fl þátta og sem hefur mikil áhrif á ónæmiskerfi okkar og meltingu svo fátt eitt sé nefnt. Lekur þarmaveggur er talinn vera undirliggjandi orsakaþáttur í bólgumyndun og veldur því að ómeltar fæðusameindir og toxísk úrgangsefni frá örverum úr meltingarvegi berast í gegnum þarmavegginn og út í líkamann og framkalla bólgumyndun sem getur komið fram víðs vegar um líkamann.

Kakó kollagen latte

  • 1 bolli heitt kaffi eða soðið vatn
  • Smá dass möndlumjólk frá Isola
  • ½ msk kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • ½ tsk kanill frá Himneskri Hollustu
  • 1 msk kollagen duft frá Now
  • ½ msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
  • 3 dropar English toffee stevia frá Now
  • ½ msk MCT olía mocha/chocolate frá Now

Öllu skellt í blandara.

Drykkurinn hentar mjög vel fyrir þá sem eru t.d. á lágkolvetnafæði og ketó mataræðinu sem og aðra.