Search
Close this search box.
Heilsusamleg möndlu og hinberjakaka

Heilsusamleg möndlu og hinberjakaka

Hér höfum við eitt stykki dásamlega köku frá Lindu Ben sem minnir á vorið sjálft. Kakan er holl og afar bragðgóð en það er tvenna sem okkur líkar einstaklega vel við.

Uppskrift

 • 2 egg
 • 60 ml bragðlaus kókosolía frá Muna, brædd
 • 80 ml blóma hunang frá Muna
 • Börkur af 1 sítrónu
 • 270 g möndlur, hakkaðar í mjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt
 • 150 g frosin hindber

Hindberjarjómi

 • 250 ml rjómi
 • 50 g frosin hindber
 • 50-100 g flórsykur (fer eftir hversu sætann þið viljið hafa rjómann)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið egg, brædda kókosolíu, hunang og börk af sítrónu í skál, hrærið saman.
 3. Setjið möndlur í blandara eða matvinnsluvél og hakkið þær þar til þær eru orðnar að fínu mjöli, sigtið mjölið þannig að engir kekkir eða stórir bitar eru í því og setjið í skál.
 4. Bætið lyftidufti, matarsóda og salti í möndlumjölið og blandið saman. Bætið út í eggjablönduna og hrærið saman.
 5. Bætið frosnu hinberjunum út í og blandi saman.
 6. Smyrjið 20 cm smelluform og setjið deigið í formið, bakið í u.þ.b. 40-45 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kælið kökuna.
 7. Setjið frosin hinber í pott og stillið á vægan hita, bræðið og merjið hindberin í pottinum (passið að vökvinn gufi ekki upp). Hellið hinberjamaukinu í sigti og sigtið fræin frá hindberjasafanum, sigtið safann í litla skál eða glas.
 8. Setjið rjómann og flórsykur í skál, þeytið saman létt, bætið hindberjasafanum út í rjómann og þeytið rjómann alveg. Smyrjið hindberjarjómanum á kalda kökuna.

Instagram @Lindaben

NÝLEGT