Search
Close this search box.
Heilsuskot

Heilsuskot

Hæ allir! Mig langar að deila með ykkur þessari uppskrift af heilsuskoti sem ég hef verið að taka á hverjum morgni í nokkurn tíma. Hef nýlega byrjað að undirbúa skotin fyrirfram svo þau séu tilbúin fyrir mig á morgnana og þá hef ég enga afsökun að sleppa þeim. Ég veit vel að bætiefni og vítamín koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu en þrátt fyrir það held ég að það sé algjör snilld að byrja daginn á þessu heilsuskoti. Uppskriftin er fyrir 2 vikur (14 skot) og geymist inní ískáp.

Uppskrift:

3 sítrónur
14 teskeiðar Now PhytoFoods Greens PowderLífrænt túrmerik
4 bollar vatn

Aðferð:

Öllu blandað saman nema túrmerikinu.

IMG_9322

Sítrónur eru frábærar á morgnana til þess að hjálpa meltingunni og innihalda einnig C-vítamín. Túrmerik dregur úr bólgum í líkamanum, eykur „antioxidants“ og margt fleira. Now PhytoFoods Greens Powder er uppáhalds bætiefnið mitt. Inniheldur yfir 30 ofurfæðutegundir meðal annars, spírulínu, hveitigras, barley grass, brokkolí, chlorella, rauðrófur og margt fleira. Daglegur skammtur er ein teskeið og er bragðið ekki svo slæmt. En persónulega finnst mér betra að taka þetta sem skot heldur en í hræring og er það einnig mjög hressandi.

IMG_9319

Á hverjum morgni reyni ég að drekka sem mest af vatni áður en ég set eitthvað ofaní mig. Eftir það taka við vítamín og heilsuskot. Bæti við túrmerikinu og hellu þessu í mig.

IMG_9320

Einnig tek ég inn C-vítamín og b-12 vítamín og eru þessi mín uppáhalds.

Takk kærlega fyrir að lesa og ef þið viljið nálgast fleiri uppskriftir frá mér kíkið þá á www.healthbyhildur.com og á Instagram. 

Hildur Sif Hauks

NÝLEGT