Heilsuviðburður á heimsmælikvarða

Heilsuviðburður á heimsmælikvarða

Stjarna kvöldsins Karitas María Lárusdóttir ásamt Ernu Hrund Hermannsdóttur, vörumerkjastjóra L'oreal á Íslandi.

H verslun í samstarfi við L‘Oréal Paris sameinuðu krafta sína á dögunum og héldu heldur óvenjulegan viðburð en blásið var til pilates tíma í miðri verslun sem einn vinsælasti þjálfari landsins Karitas María Lárusdóttir leiddi.

Ingunn Sif, Silvía Rut og Heiður Ósk mættu ferskar í tímann.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

„Tilefnið var að hópa saman glæsilegum konum sem eiga það allar sameiginlegt að stunda heilbrigðan lífstíl og hlúa vel að sér,“ segir Sandra Sif Magnúsdóttir deildarstjóri H verslunar. Karitas María sem þjálfar ein mest sóttu námskeið World Class stjórnaði æfingunni eins og henni einni var lagið og mátti sjá alsæl andlit full af eldmóð að takast á við fjölbreyttar æfingar.

Heilsudrottningarnar þær Eva Dögg og Gerða létu sig ekki vanta.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Alexandra Sif gaf ekkert eftir í tímanum.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

L‘Oréal Paris fagnaði því einni að nýr Telescopic Lift maskari er kominn á markað en Telescopic maskararnir hafa verið þeir mest seldu hjá merkinu svo árum skiptir. „Maskarinn greiðir vel út augnhárunum og lyftir þeim sérstaklega hátt með sérstökum gúmmíbursta svo það teygist vel á augnhárunum. Æfingunni sjálfri var ætlað að teygja vel á vöðvum líkamans og lengja þá eins og maskarinn sjálfur gerir fyrir augnhárin,“segir vörumerkjastjóri L‘Oréal Erna Hrund Hermannsdóttir.

Gestir kvöldsins fengu að finna vel fyrir vöðvunum.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Gestir kvöldsins fengu vægast sagt glæsilega glaðninga með sér heim.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

H verslun opnaði nýlega á nýjum og stærri stað á Bíldshöfða 9, svo því var tilvalið að nýta þann fallega heilsuheim undir viðburðinn. Þær Sandra og Erna Hrund voru án efa sammála því að þegar tvö vinsæl vörumerki sem þessi koma saman verði útkoman ekkert annað en töfrar.

Nike skór sáust á hverri dýnu.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Sonja, Álfrún, Rósa María og Andrea skemmtu sér vel.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Tveir af vinsælustu þjálfurum landsins þær Karitas María og Gerða saman.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ofur svísan Pattra lét sig ekki vanta.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Kolbrún Pálína og Erna Hrund í nýjustu Nike skónum.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
H bar bauð gestum upp á dýrins veitingar að lokum.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Gestir svöluðu þorstanum með nýjasta Kristalnum og brakandi ferstkum Collab.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

NÝLEGT