H verslun í samstarfi við L‘Oréal Paris sameinuðu krafta sína á dögunum og héldu heldur óvenjulegan viðburð en blásið var til pilates tíma í miðri verslun sem einn vinsælasti þjálfari landsins Karitas María Lárusdóttir leiddi.


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
„Tilefnið var að hópa saman glæsilegum konum sem eiga það allar sameiginlegt að stunda heilbrigðan lífstíl og hlúa vel að sér,“ segir Sandra Sif Magnúsdóttir deildarstjóri H verslunar. Karitas María sem þjálfar ein mest sóttu námskeið World Class stjórnaði æfingunni eins og henni einni var lagið og mátti sjá alsæl andlit full af eldmóð að takast á við fjölbreyttar æfingar.


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
L‘Oréal Paris fagnaði því einni að nýr Telescopic Lift maskari er kominn á markað en Telescopic maskararnir hafa verið þeir mest seldu hjá merkinu svo árum skiptir. „Maskarinn greiðir vel út augnhárunum og lyftir þeim sérstaklega hátt með sérstökum gúmmíbursta svo það teygist vel á augnhárunum. Æfingunni sjálfri var ætlað að teygja vel á vöðvum líkamans og lengja þá eins og maskarinn sjálfur gerir fyrir augnhárin,“segir vörumerkjastjóri L‘Oréal Erna Hrund Hermannsdóttir.


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
H verslun opnaði nýlega á nýjum og stærri stað á Bíldshöfða 9, svo því var tilvalið að nýta þann fallega heilsuheim undir viðburðinn. Þær Sandra og Erna Hrund voru án efa sammála því að þegar tvö vinsæl vörumerki sem þessi koma saman verði útkoman ekkert annað en töfrar.


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir


Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

