Search
Close this search box.
HEIMAÆFING SEM KEMUR SKAPINU Í LAG!

HEIMAÆFING SEM KEMUR SKAPINU Í LAG!

Frábær heimaæfing til að gera heima eða úti á róló meðan börnin leika sér.

Enn og aftur erum við komin út í kuldann hvað líkamsræktarstöðvarnar varðar og því nauðsynlegt að sanka að sér góðum heimaæfingahugmyndum til þess að halda sér við efnið varðandi æfingar og almenna hreyfingu.

Því ef það er einhvern tímann sem við þurfum á gleðiefninu endorfíni að halda þá er það við aðstæður eins og við búum við núna. Aðstæður sem eru á allan hátt óútreiknanlegar og við getum með engum hætti stjórnað eða stýrt nema á þann háttinn að hafa stjórn á okkar sjálfum – hvernig við túlkum og bregðumst við aðstæðum og upplýsingum dag frá degi.

Við slíkar aðstæður þar sem streita, óöryggi og kvíði læðast að er mjög mikilvægt að sinna líkama og sál með reglulegri hreyfingu, hollu mataræði og slökun.

Heimaæfing brennur streituhormónin

Þegar við hreyfum okkur brennum við streituhormónum en aukum á sama tíma endorfín magnið í líkamanum Endorfín eru taugaboðaefni líkamans sem hafa róandi áhrif og lina verki. Vöðvarnir verða slakari og meira súrefni flæðir um líkamann. Endorfín hafa líka áhrif á hvernig við túlkum tilfinningar okkar auk þess að valda vellíðan og sælutilfinningu. Þar af leiðandi er það mikilvægara nú en nokkru sinni að hendast í æfingafötin og annað hvort taka góða æfingu eða orkueflandi 30-60 mínútna göngu- eða skokktúr a.m.k 3-4 sinnum í viku. Ef þið takið mig á orðinu, munuð þið finna mun á andlegu líðaninni, strax í næstu viku – það er loforð!

ALLT SEM VIÐ ÞURFUM ER EIN KETILBJALLA EÐA EITT HANDLÓÐ.

Sú heimaæfing sem hér fylgir með er afar einföld í framkvæmd og krefst aðeins einnar ketilbjöllu eða eins handlóðs. Ef þið kjósið að gera æfinguna án hlaupa, legg ég til að þið annaðhvort sippið rólega í 2-3 mínútur eða gangið/skokkið á staðnum í 4-5 mínútur í staðinn. Þá er ýmist hægt að framkvæma þessa æfingu með þyngri bjöllu eða handlóði og keyra þá á hægara tempói í gegn eða taka ákefðina og hraðann í botn og nota þá léttari ketilbjöllu eða handlóð.

Sama hvað við kjósum að gera – munum að gera allar endurtekningar vel ásamt því að halda formi og tækni í lagi. Látum aldrei hraðann verða mikilvægari gæðum í æfingunum því þá eru meiðslin líklegri til þess að banka upp á og vera með síendurtekin leiðindi fram eftir vetri.

Gangi þér vel!

Heimaæfing sem kemur skapinu í lag:

 • 1000m hlaup – eða 2-3 mín sipp – eða 4-5 mín ganga/skokk á staðnum
 • 50 Sveiflur með ketilbjöllu eða handlóð
 • 40 Thrusters með ketilbjöllu eða handlóð
 • 30 Armbeygjur í upphækkun – eða á gólfi á hnjám eða tám
 • 20 Pistol hnébeygjur
 • 10 Róður í rólu eða með ketilbjöllu (þá 10 á hvorn handlegg)
 • 20 Kurtsy Afturstig
 • 30 Froskar með hoppi
 • 40 Pulse Up kviðkreppur
 • 50 Teygja í tær kviðkreppur
 • 1000m hlaup – eða 2-3 mín sipp – eða 4-5 mín ganga/skokk á staðnum

Hér má sjá myndband af æfingunum:

Æfingar á H Magasín:

Hér er hægt að sjá fleiri æfingar á H Magasín.

NÝLEGT