Heimagerðar granóla stangir

Heimagerðar granóla stangir

Heil og sæl! Granóla stangirnar góðu … hið fullkomna millimál! Hafið þið samt tekið eftir því hvað það getur verið mikill viðbættur sykur í granóla stöngum sem maður kaupir út í búð … alveg mikill viðbættur sykur? Ég mæli þess vegna með að prófa að gera ykkar eigin stangir og segja bless við viðbætta sykurinn! Ég geri reglulega mitt eigið granóla og tek það með mér í nesti til að narta í en í þetta sinn vildi ég prófa að gera mínar eigin granóla stangir og sleppa því að kaupa þær í búðinni. Ég rakst á þessa frábæru uppskrift á uppáhalds Youtube-rásinni minni, The Domestic Geek. Í myndbandinu neðst í færslunni deilir Domestic Geek þremur mismunandi uppskriftum af gómsætum granóla stöngum og það er ekkert mál að búa þær til! Þar sem ég er mikill kanil og valhnetu aðdáandi þá gerði ég uppskrift númer tvö. Án efa bestu granóla stangir sem að ég hef smakkað!

Innihald


Grunnuppskrift:

  • 3-4 dl af tröllahöfrum frá Himneskri Hollustu (ristaðir)
  • 30-35 döðlur frá Himneskri Hollustu (gerðar að mauki) 
  • 1/2 dl af hlynsírópi frá Naturata (líka hægt að nota hunang eða agave síróp frá Himneskri Hollustu)

Ég bætti við:

  • 1 msk af kanil frá Himneskri Hollustu
  • 1 dl af þurrkuðum eplabitum frá Horizon (skornir í litla bita)
  • 1 dl af valhnetum eða möndlum frá Himneskri Hollustu (skornar í litla bita)

Aðferð:

Byrjið á því að rista hafrana í ca. 5 mínútur á 175 °C.  Fylgist vel með þeim þar sem þeir geta brunnið! Á meðan skal setja döðlurnar í matvinnsluvél og blanda þar til þið fáið mauk. Ef döðlurnar eru þurrar er gott að setja þær í heitt vatn í nokkrar mínútur áður en þær fara í matvinnsluvélina eða bæta við nokkrum dropum af heitu vatni við döðlumaukið á meðan þú ert að mauka það.

Setjið ristuðu hafrana í stóra skál, kanilinn yfir og hrærið því vel saman. Næst skal setja valhneturnar og eplabitana út á ásamt hlynsírópinu og döðlumaukinu.

Til að hnoða þessu öllu saman þarf að nota hendurnar þar sem deigið er extra klístrað út af döðlunum. Þannig brettið upp ermarnar og hefjist handa!

Þegar búið er að hnoða allt saman skal setja blönduna í form og munið eftir bökunarpappír undir! Setjið svo granólastangirnar inn í frysti í 20 mínútur. Að 20 mínútum loknum skal skera stangirnar í bita eða lengjur. Geymið inn í ísskáp eða í frystinum.

Ég deildi myndbandinu hennar Domestic Geek fyrir áhugasama en það er neðst í færslunni.

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Horizon og Naturata

Upprunalegu uppskriftina má finna á vefsíðunni www.thedomesticgeek.com en ég þýddi hana yfir á íslensku

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT