Search
Close this search box.
Heimagerðir konfektmolar sem hitta í mark

Heimagerðir konfektmolar sem hitta í mark

Dá­sam­leg­ir kon­fekt­mol­ar á ferðinni hér sem inni­halda ekk­ert nema hrein­ræktað góðgæti sem nær­ir lík­ama og sál. Það er Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir á Döðlum & smjöri sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift sem er al­veg upp á tíu!

Holli kon­fekt­mol­inn

– 24 stk –

Döðluk­ara­mella

 • 140 g döðlur (ca. 15 stk.) frá MUNA
 • 2 msk. möndl­u­smjör frá MUNA
 • 1 tsk. vanillu­drop­ar/​paste
 • 50 ml haframjólk eða önn­ur plönt­umjólk
 • ör­lítið salt

Aðferð:

 1. Setjið allt sam­an í mat­vinnslu­vél og leyfið að vinna í 2-3 mín., gott er að stoppa vél­ina og skafa meðfram hliðum ef eitt­hvað fest­ist.
 2. Takið fram bretti eða bök­un­ar­papp­ír til að frysta kúl­urn­ar og te­skeið. Kara­mell­an er fryst meðan við ger­um hinn hlut­ann svo hver skammt­ur er ein te­skeið, dreifið þeim yfir brettið og frystið.

Kó­kos- og möndl­u­massi

 • 200 g möndl­ur frá MUNA
 • 50 g hamp­fræ frá MUNA
 • 130 g kó­kos­mjöl frá MUNA
 • 20 g döðlur (ca. 5 stk.) frá MUNA
 • 4 msk. hlyns­íróp
 • 3 msk. tahini frá MUNA
 • 4 msk. vatn
 • 300 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

 1. Setjið allt sam­an í mat­vinnslu­vél og leyfið að vinna vel sam­an, þangað til möndl­urn­ar eru orðnar vel saxaðar. Tek­ur 3-4 mín. og gott að stoppa og renna með fram hliðunum. Ef þið eruð með netta vél get­ur verið gott að gera þetta í tveim­ur skömmt­um og blanda síðan sam­an í skál.
 2. Takið nú kara­mell­una úr fryst­in­um og rúllið í kúl­ur. Takið mat­skeið af kó­kos- og möndl­u­mass­an­um og fletjið út í lóf­an­um með putt­un­um. Setjið þá kara­mell­una í miðjuna og lokið í kring­um hana. Rúllið síðan í kúlu og end­ur­takið næsta.
 3. Gott er að leyfa kúl­un­um að kólna áður en súkkulaðið er sett á.
 4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í ör­bylgju­ofni og veltið hverri kúlu upp úr súkkulaðinu og leggið á bök­un­ar­papp­ír til þess að storkna.
 5. Kúl­urn­ar geym­ast í tvær vik­ur í ís­skáp og þangað til að þær klár­ast í fryst­in­um.

NÝLEGT