Ennfremur eigum við að reyna að skauta fram hjá jólastressinu sem felst m.a. í að kaupa dýrar gjafir og þess háttar. Jólin eiga að vera einn besti tími ársins ef við spilum þetta rétt, öndum djúpt og njótum stundarinnar. Það er gaman að segja frá því að þessi jól eru þau fyrstu sem ég fer ekki í lokapróf af einhverju tagi og ég er því að njóta í botn að slappa af og stressa mig sem minnst. Ég eyddi til dæmis síðasta þriðjudegi í algjöra gæðastund með mömmu minni þegar við gerðum unaðslegt heimagert súkkulaði. Þetta súkkulaði inniheldur engan viðbættan sykur og er án allra mjólkurafurða. En eins og með allt þá þarf að gæta hófs í öllu sem maður neytir og muna að njóta því það er lykillinn að þessu öllu, erum við ekki sammála því !
Uppskrift
3 dl kakósmjör
3 dl kakó
2 tsk vanilludropar
4 dropar English toffee stevia (Now)
1 dl Agave sýróp (himnesk hollusta)
Sjávarsalt
Aðferð
Bræðið kakósmjörið við lágan hita og setjið í skál. Bætið restinni af hráefnunum útí og hrærið vel. Hellið blöndunni í form. Stráið hnetum, kókosflögum, goji berjum, trönuberjum, wasabi hnetum eða því sem hugurinn girnist. Setjið í frysti í 10-15 mín og brjótið súkkulaðið í bita.
Ég notaði
Pistasíuhnetur
Goji ber
Ristaðar kókosflögur
Brasilíuhnetur
Möndlur
Makademíuhnetur
Pekanhnetur
Valhnetur
Salthnetur