Heimalagað súkkulaði

Heimalagað súkkulaði

Innihald:

  • 1 hluti fljótandi kókosolía frá Himneskri Hollustu
  • 1 hluti kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • 1 hluti sæta að eigin vali (hunang, síróp, döðlusykur til dæmis)

Aðferð:

Byrjið á því að bræða kókosolíuna yfir vatnsbaði eða inn í örbylgjuofninum. Næst skal bæta við kakóduftinu og sætunni og hræra öllu vel saman. Smakkið súkkulaðið til og bætið við meiri sætu ef þið viljið eða jafnvel stevíu. Eftir því sem þú leyfir súkkulaðinu að sitja þá verður það þykkara en heimalagað súkkulaði getur verið frekar þunnt miðað við það sem keypt er út í búð.

Það sem það er kókosolía í þessu súkkulaði er mikilvægt að geyma það í kæli.

Nokkrar hugmyndir:

 

Súkkulaðihúðuð jarðaber:

Þetta súkkulaði er tilvalið til þess að dýfa jarðaberjum ofan í sem er eitthvað sem ég geri vandræðalega oft enda algjört nammi! Ég dýfi jarðaberjunum ofan í súkkulaðið og leyfi súkkulaðinu að harðna í nokkrar mínútur. Svo dýfi ég jarðaberjunum aftur ofan í súkkulaðið og leyfi því aftur að harðna svo að jarðaberið er algjörlega þaaaaaaaaakið gómsætu súkkulaði!

Súkkulaðibörkur:

Hérna er algjörlega hægt að leika sér að matnum. Þegar súkkulaðið er tilbúið þá leyfi ég því að sitja í 10 mínútur til að þykkja það aðeins. Næst löðra ég því yfir silikonmottu (bökunarpappír dugar líka) og strái alls konar gúmmelaði ofan á og geymi inn í kæli í 30 mínútur. Graskersfræ og rúsínur eru í uppáhaldi hjá mér til þess að strá yfir súkkulaðið!

Súkkulaðiðhúðaðir bananar:

Ég mæli með að prófa þessa! Skerið banana í tvennt og setjið íspinna í botninn og frystið í 15-30 mínútur. Dýfið bananabitunum ofan í súkkulaðið, tvisvar eins og með jarðaberin, og frystið í 15-30 mínútur í viðbót!

Sukkuladibananar

Sukkuladijardaber

Súkkulaði íssósa

Þetta súkkulaði er líka hægt að nota sem íssósu! Þegar súkkulaðið kemst í snertingu við kalda ísinn þá harðnar það eins og skot og er því tilvalið út á ísskálina! Ef þið viljið prófa að búa til ykkar eigin ís heima þá mæli ég með að blanda 1-2 frosnum bönunum ásamt kakódufti eða frosnum jarðaberjum og hnetusmjöri eftir smekk og hræra öllu vel saman í matvinnsluvél.

Þetta voru einungis nokkrar hugmyndir sem ég hef sjálf prófað en það er bara um að gera að prófa eitthvað nýtt sjálfur!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram

Þangað til næst, verið heil og sæl!

Sukkuladiissosa

 Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT