Heimalagað súkkulaðigranóla

Heimalagað súkkulaðigranóla

Innihald: 

Þurrefni:

3 dl tröllahafrar frá Himneskri Hollustu

1 dl möndlur frá Himneskri Hollustu (hakkaðar niður, ef vill)

1/2 dl graskersfræ frá Himneskri Hollustu

1/2 dl hampfræ frá Himneskri Hollustu

1/2 kókosmjöl frá Himneskri Hollustu

2 msk af kakó frá Himneskri Hollustu

5 döðlur frá Himneskri Hollustu (niðurskornar)

Blautefni:

1 dl af Sweet Like Syrup sætu frá Good Good Brand

1/2 – 1 dl af fljótandi kókosolíu frá Himneskri Hollustu

_MG_6868

Aðferð: 

Byrjið á því að setja hafrana, möndlurnar, fræin og kókosmjölið í stóra skál og hrærið því saman. 

Ég set döðlurnar eftir að ég er búin að rista granólablönduna í ofninum.

Næst skal setja kakóið og bæta sætunni og kókosolíunni út á og blanda öllu vel saman. Mér þykir best að blanda þessu saman með sleikju. 

Leggið granólablönduna á plötu með bökunarpappír og dreifið vel úr blöndunni yfir plötuna. Við viljum þunnt lag, ekki þykkt.

 Setjið granólablönduna inn í ofn á 150°C og ristið í um það bil 40 mínútur en hrærið í granólablöndunni á 10-15 mínútna fresti. Þetta kemur í veg fyrir að hún brennur og einnig ristast granólablandan jafnt. Ég einfaldlega tek plötuna úr ofninum og loka honum svo hitinn sleppi ekki út. Svo hræri ég þessu vel saman með sleikju og set aftur inn í ofn og endurtek þetta þar til granólablandan er búin að vera í 40 mínútur í ofninum.

Þegar búið er að rista granólablönduna skal taka hana úr ofninum og bæta döðlum við. Leyfið blöndunni svo að kólna en við kælingu þá harðnar granóla og verður meira “crunchy”. Algjört nammi! Geymið í loftþéttu íláti í allt að viku. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu og Good Good Brand

Höfundur: Asta Eats 

 

NÝLEGT