Innihald:
- 400 grömm frosin jarðaber
- ½ dl vatn
- 3 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
- 3 msk döðlusykur frá Himneskri Hollustu
- 1 msk sítrónusafi
Aðferð:
Setjið jarðberin í pott ásamt ½ dl af vatni og leyfið því að malla saman í sirka 10 mínútur á miðlungshita. Stappið berin svo niður í mauk og lækkið hitann.
Næst skal bæta við sítrónusafanum, döðlusykrinum og chia fræjunum. Hrærið öllu vel saman.
Leyfið því næst sultunni að kólna í 20 mínútur. Verið dugleg að smakka hana til og bætið við döðlusykri eða jafnvel hunangi ef sultan er of súr.
Þegar þið eruð sátt við sultuna, setjið hana í krukku. Geymið inn í ísskáp í allt að 10-14 daga. Passið að loka krukkunni vel og ekki fara með skítuga skeið ofan í sultuna.
Þið getið sett sultuna út á grautinn, jógúrtið, brauðið eða jafnvel borðað hana með osti og góðu kexi!
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram
Þangað til næst, verið heil og sæl og skemmtið ykkur á Heilsudögum!
Höfundur: Asta Eats