Search
Close this search box.
Heimalöguð chia sulta

Heimalöguð chia sulta

Innihald:

 

  • 2 dl fersk bláber
  • 2 dl fersk jarðaber 
  • 2 msk ljóst agave síróp frá Himneskri Hollustu 
  • 2 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu 

 

Aðferð

Blandið berjunum og agave sírópinu saman í matvinnsluvél þar til berin eru orðin að þunnu mauki. Næst skal bæta chia fræjunum út á og blanda þeim vel saman við berjamaukið. Setjið berjamaukið í glerkrukku, lokið krukkunni og inn í ísskáp í a.m.k. 2 klukkustundir til að leyfa sultunni að þykkna. Klárið sultuna á 7-10 dögum og geymið hana alltaf inn í ísskáp ef þið eruð ekki að borða hana. 

 

Astachiasultaoghnetusmjor

Astachiasultachiagrautur

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Njótið vel og góða helgi. Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats

 

NÝLEGT