Search
Close this search box.
Heimilið – Parket, veggir listar

Heimilið – Parket, veggir listar

Eldhus:bordstofa-eftir

Bordstofaeftir

Veggir & málning

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af dökku yfirbragði yfir heimilinu, svo kallað ‘’dark interior“. Þegar kom að því að velja lit á íbúðina langaði mig mjög mikið að mála hana dökka. Við prófuðum þrjá liti, einn steingráan og tvo nánast svarta. Þegar ég sá litina á veggnum heillaðist ég auðvitað mest af dekksta litnum, hann er nánast kolsvartur. Ég setti inn könnun á instagram og fylgjendur mínir voru alls ekki sammála mér og kusu yfir 80% gráa litinn. Líklega vegna þess að rými eiga það til að minnka þegar þau eru umvafin svörtum veggjum. Ég get alveg verið sammála því og rými virka oft minni og kuldalegri svört. Til þess að ramma svarta litinn inn og koma í veg fyrir það að minnka rýmið settum við mjög veglega hvíta gólflista ásamt hvítum loftlistum til þess að ramma þetta ennþá betur inn. Ég fer betur yfir listana hér á eftir.

Liturinn sem við erum með er NCS 9500N og málningin er akrýlmálning. Akrýlmálning er svolítil mött og þá glansa veggirnir ekki eins mikið.

Grái liturinn sem allir voru svo hrifnir af er liturinn NCS 6500N.

Málningin er frá kópal og er hægt að láta blanda litina fyrir sig í BYKO.

Við höfum ekki enn valið lit á svefnherbergið en mig langar virkilega mikið að hafa það í köldum bleikleitum beige lit. Litirnir rósadraumur, sorbet og sahara heilla mig mjög mikið.

Hægt er að skoða vinsæla liti HÉR! 

IMG_0385

Gangureftir

Parket

Þegar kom að því að velja parket var það tvennt alveg gjör ólíkt sem ég var með í huga. Það var annað hvort að fara útí ljóst kalt parket eða hlýtt rustic dekkra parket. Ég tók prufur af þeim tveim sem mér leist best á með mér heim og mátaði við vegginn. Eftir að hafa séð parketið með veggnum kom ekki annað til greina en að fara í hlýtt rustic parket, annars hefði íbúðin verið svo kuldaleg og svarti liturinn á veggjunum hefðu virkað mun kuldalegri með köldu parketi.

Parketið sem við völdum heitir Rusty Barnwood og er harðparket. Parketið keyptum við í BYKO.

Veljaparket

Eldhusmillistig

Ljósa parketið sem ég valdi til að prófa heitir Silver Dollar Eik og fæst í BYKO.

 Listar

 Eins og ég kom inná áðan skiptir miklu máli að vera með fallega og mikilfenglega hvíta lista með svötum veggjum. Við erum með tilturlega háa gólflista úr við og svo erum við með skrautloftlista úr frauðplasti. Gólflistarnir komu algjörlega tilbúnir svo það þurfti ekkert að gera við þá nema að festa þá. En þegar kom að lostlistunum þá ákváðum við að mála þá með loftmálingu til þess að láta þá líta út fyrir að vera úr tré. Við máluðum loftlistana tvisvar sinnum. Loftlistarnir voru svo festir upp með kítti. Við keyptum bæði gólf og loftlistana í BYKO.

Lostlistarmala

Malalista

Setjalista

IMG_0839

Fyrir & eftir

Það er ekkert skemmtilegra en fyrir og eftir myndir. En þar sem ekki nærrum svo allt er tibúið ætla ég að setja inn fyrir og eftir myndir af þeim svæðum sem eru hvað mest tilbúin.

Eldhus:bordstofa-eftir

Eldhusfyrir_1516373060728

Bordstofaeftir

Screen-Shot-2018-01-19-at-14.47.02

Færslan er unnin í samstarfi með BYKO.

Þið getið svo fylgt betur með á instagram hjá mér þar sem ég er mjög dugleg í story.

Instagram – katrinkristinsdottir

Katrín Kristinsdóttir

NÝLEGT