Heimilis hafrabrauð fyrir alla

Heimilis hafrabrauð fyrir alla

Mig langar að deila með ykkur minni uppáhalds útgáfu af hafra- og fræbrauði sem inniheldur ekki hnetur. Ég á það til að dassa svoldið af þessu og hinu svo þið setjið meira eða minni eftir ykkar þörfum. Fræin og hafrarnir eru frá Himneskri Hollustu.

Það sem þarf í Bláberja hafrabrauð

  • 1-2 dl fínir/grófir glútenlausir hafrar 
  • 1 dl graskersfræ 
  • 1 dl sólblómafræ 
  • 1/2 dl hampfræ 
  • 1/2  dl sesamfræ 
  • 1/2 dl kókos, fínn 
  • 1 dl Létt ab mjólk eða möndlumjólk (hægt að gera líka til helminga)
  • 1 egg 
  • 2 msk Sweet like sugar strásætan frá Good Good brand 
  • 4-5 dropar af Karamellusteviu frá Via health eða Good Good brand 
  • 2 msk Bláberja sultan frá Good Good brand 

Öllu hrært vel saman í skál. Ef þið eigið ekki til af einhverjum af þessum fræjum þá setjið þið meira af því sem þið eigið eða bætið við hnetum. Ef blandan er of þurr, bæta þá meira af möndlumjólk eða létt ab og sömuleiðis ef blandan er of blaut setja þá meira af höfrum. 

Tilvalið að bjóða vinum og fjölskyldu heim í huggulegan hádegisverð ásamt nýbökuðu og heitu brauði sem öllum ætti að líka, sykur og glútenlaust það getur ekki klikkað. 

Njótið vel og eigið góðan dag!

Karitas Óskars 

NÝLEGT