Search
Close this search box.
Sumarið er komið í H verslun

Sumarið er komið í H verslun

Sumarið er komið í H verslun

Eins og segir í framlagi okkar til júróvision þetta árið þá er hækkandi sól og vorið er handan við hornið. Að því rituðu þá er ekki seinna vænna en að huga að undirbúningi sumarsins. H magasin tók saman nokkur nytsamleg ráð í þeim tilgangi.

Hugaðu að húðinni
Astaxanthin er það vítamín sem hvað oftast ber á góma yfir sumartímann þar sem það er talið hafa styrkjandi og nærandi áhrif á húðina og vernda hana fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Við það verður litur húðarinnar jafnframt jafnari og fallegri. Hvort sem geislarnir sólarinnar ná í gegn þetta sumarið hérna á litlu eyjunni okkar eða ekki þá er Astaxantin alltaf góður kostur þar sem kostir þess eru fjölmargir og góðir.

Verslaðu Astaxanthin hér

Mundu eftir vatninu
Tveir lítrar af vatni á dag segja fróðir menn um  heilsu og inntöku næringar og vökva. Það að setja vatnið í fallegan brúsa gerir vatnsdrykkjuna án efa skemmtilegri. Náðu þér í app í símann sem minnir þig á að vökva kroppinn reglulega yfir daginn. Nýja og endurbætta útgáfan okkar af Eddy brúsanum okkar frá Camelcak er frábær kostur. Hann er 750 ml. 100% BPA, BPS og BPF frír, endingargóður og auðveldur í notkun. Brúsinn er auðveldur í þrifum, lok og brúsi mega fara í uppþvottavél.

Saga Camelbak nær aftur til ársins 1989 og eru þeir leiðandi á markaði í drykkjarlausnum, allt frá brúsum til bakpoka og hlaupavesta. Allar vörur frá Camelbak eru BPA fríar.

Verslaðu brúsann hér

Réttu sundfötin
Það skiptir máli að líða vel í sundfötunum sínum og því mikilvægt að gefa sér góðan tíma til þess að velja þau einu réttu. Lykilatriðið er að velja ávallt sund­fatnað í réttri stærð. Gott er að fá aðstoð fagfólks við það að velja rétt númer. Eins skiptir sniðið miklu máli og að það henti þinni líkamsgerð. Speedo hefur þar lagt mikla vinnu í að hanna fjölbreytt úrval fallegra sundbola sem draga fram það besta hjá hverri og einni með stuðningi á öllum réttu stöðunum.

Þegar þú ert búin að finna rétta sund­bol­inn skipt­ir máli að hugsa vel um hann og meðhöndla hann rétt. Þvoðu sundfötin þín ávallt upp úr köldu vatni og slepptu því alfarið að setja þau í þeytivinduna. Slepptu því að setja sundfötin í þurrkara og hámarkaðu þannig endingartíma þeirra.

Það er óhætt að segja að það sé einstaklega litríkt og fallegt sumar framundan hjá Speedo en sumarlínan var einmitt að lenda í H-verslun.

Verslaðu drauma sundbolinn hér

E vítamín á kroppinn minn
Vítamín E kremið frá NOW inniheldur m.a.Vítamín E í miklum styrkleika sem kemur sér einstaklega vel í sól og sumaryl. Kremið er hannað til að næra húðina og draga fram náttúrulegt rakastig hennar. Kremið inniheldur einnig burnirót og hveitikímolíu til þess að berjast gegn sindurefnum sem geta skemmt húðina. Hentar þeim sem eru með þurra húð og vilja draga úr sýnileika aldursbletta.

Verslaðu Now e-vítamín kremið hér

Hawaiian Tropic allt árið um kring
Silkimjúk sólarvörn SPF15 sem heldur 12 klst raka í húðinni. Góð vörn gegn geislum sólarinnar bæði UVA og UVB. Vörnin er vatnsheld en engu að síður þarf að gæta vel að því að bera hana reglulega á húðina á sundlaugabakkanum og ströndinni.

Finndu sólavörnina þína hér

Ein með öllu undir allt
Taska með mörgum hólfum, bæði stórum og smáum. Hentar vel fyrir æfingadótið, sunddótið og til daglegra nota. Hún er þó ekki eingöngu nytsamleg heldur er hún einstaklega falleg og í aðal lit sumarsins, bleikum.

Verslaðu drauma töskuna hér

Upp með „brillurnar“
Betur sjá augu en auga, sérstaklega með góð sólgleraugu. Það er að segja þegar að sólin skín og við treystum á sólríkt sumar. H verslun var að fá dásamlega sendingu af bæði fallegum og góðum sólgleraugum fyrir útivistina, sólbaðið og bara til að vera svolítið smart. Gleraugun eru á geggjuðu verði. Ekki missa af þeim en í fyrra sumar ruku þau út eins og heitar lummur.

Skoðaðu úrvalið af gleraugunum okkar hér

Derhúfa draumanna
Við nefndum það hér að ofan að bleiki liturinn yrði áberandi þetta sumarið en á því leikur enginn vafi þegar farið er yfir stefnu og strauma þessa árs. Taktu þátt í litagleðinni og toppaðu dressið með einni dásamlegri derhúfu. Þessi var að lenda og já hún er bleik.

Skelltu þér á bleika derhúfu hér

Höfundur:
Kolbrún Pálína Helgadóttir

NÝLEGT