Helgarsæla

Helgarsæla

Ég var að prófa vörurnar frá Good Good brand í fyrsta skiptið og mér fannst þær koma mjög vel út í þessari uppskrift. Vörurnar innihalda stevíu sem er náttúrulegt sætuefni sem hefur ekki þessu slæmu áhrif á blóðsykurinn eins og hvíti sykurinn gerir. Þá inniheldur stevía engar hitaeiningar og er allt að 300 sinnum sætari en sykur og því þarf miklu minna magn af henni. Sultan var mjög bragðgóð og ég fann ekki þetta ramma stevíu eftirbragð sem á það til að finnast. Hlakka til að prófa hana ofan á brauð eða ofan á hafragrautinn. Vörurnar frá Good Good brand fást bæði í Nettó og Krónunni.

Innihald

2 bollar hafrar
1 bolli möndlumjöl
¾ bolli sweet like sugar(Good Good brand)
2 msk sítrónubörkur
½ tsk lyftiduft
1 bolli kókosolía
1 msk kanill
Bláberjasulta (Good Good brand)
3-4 dropar kókosstevía (Good Good brand)
¼ tsk salt

Aðferð

Hitið ofninn á 190°. Blandið hráefnunum saman og klæðið 20x20cm form með bökunarpappír. Dreifið ⅔ af deiginu í formið og bakið í 10-13 mínútur. Þá er sultunni og restinni af deiginu dreift yfir botninn. Einnig skar ég pekanhnetur niður í grófa bita og dreifði þeim yfir ásamt kókosmjöli. Bakið í 22-25 mínútur í ofni og látið kólna áður en kakan er skorin. Kremið ofan á er ekki flókið að þessu sinni en eina sem ég gerði var að hræra saman smávegis af vatni við hnetusmjör, mjög einfalt og setur klárlega punkturinn yfir i-ið.

Njótið helgarinnar með vinum og fjölskyldu og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Sigrún Birta 

NÝLEGT