Innihald
2 bollar hafrar
1 bolli möndlumjöl
¾ bolli sweet like sugar(Good Good brand)
2 msk sítrónubörkur
½ tsk lyftiduft
1 bolli kókosolía
1 msk kanill
Bláberjasulta (Good Good brand)
3-4 dropar kókosstevía (Good Good brand)
¼ tsk salt
Aðferð
Hitið ofninn á 190°. Blandið hráefnunum saman og klæðið 20x20cm form með bökunarpappír. Dreifið ⅔ af deiginu í formið og bakið í 10-13 mínútur. Þá er sultunni og restinni af deiginu dreift yfir botninn. Einnig skar ég pekanhnetur niður í grófa bita og dreifði þeim yfir ásamt kókosmjöli. Bakið í 22-25 mínútur í ofni og látið kólna áður en kakan er skorin. Kremið ofan á er ekki flókið að þessu sinni en eina sem ég gerði var að hræra saman smávegis af vatni við hnetusmjör, mjög einfalt og setur klárlega punkturinn yfir i-ið.
Njótið helgarinnar með vinum og fjölskyldu og gangið hægt um gleðinnar dyr.