Þessa heilhveiti- og grænmetispizzu geri ég mjög oft og uppskrift kemur hér inn fljótlega.
Við fórum að borða á Kaffi Krús og síðan að skoða Urriðafoss, vatnsmesta foss Íslands, eftir golfið á laugardeginum en það tekur sirka 15 mínútur að keyra að honum frá Selfossi.
Hollar sunnudagsvöfflur:
- 2 egg
- 4 eggjahvítur
- 3 stappaðir (þroskaðir) bananar
- Haframjöl
- Kanill
- Möndlumjólk (sykurlaus frá Isola Bio)
- 1 tsk lyftiduft
Aðferð: Bananinn stappaður í skál, eggjunum bætt við og síðan restinni af innihaldsefnunum. Ég sirkaði haframjölið, kanilinn og möndlumjólkina. Setti bara nógu mikið þannig að úr varð gott vöffludeig sem er ekki of þunnt og ekki of þykkt. Smurði síðan járnið með olíu og bakaði eins og venjulegar vöfflur. Ég fékk u.þ.b. 10-12 vöfflur úr þessu.
Æfing – Himnastiginn í Kópavogi:
Upphitun: Við lögðum hjá Sporthúsinu og jogguðum þaðan að stiganum og teygðum aðeins á. Síðan tókum við 3 ferðir í stiganum:
- 1. ferð: Tókum 3 tröppur í einu rólega (eins og að vera á stigavél) og hlupum svo alltaf slétturnar á milli.
- 2. ferð: Sama nema drógum hné upp með, þannig ef við tókum 3 tröppur með hægri fæti drógum við vinstra hné upp á móti og svo öfugt. Svo hlupum við slétturnar á milli.
- 3. ferð: Stigum í hverja tröppu hratt og bara eins hratt upp og þú getur – þarna var klárlega komin mjólkursýra í vöðvana og ég fór upp á 2:49 – mér leið bókstaflega eins og ég væri á 0 km hraða. Verður gaman að fara aftur og bæta tímann.
Við tókum síðan 2 æfingahringi í grasinu niðri:
- 5 hringir af: 24 fjallaklifur – 12 armbeygjur á hnjánum – 6 burpee
- 5 hringir af: 12 framstig – 10 hnébeygjur – 8 hnébeygjuhopp
Veðrið í gærkvöldi var truflað og þá er bara ekki hægt að sitja inni að horfa á þætti. Fyrst við vorum búin að vera svona dugleg í golfinu yfir helgina þá langaði okkur að fara að slá aðeins í gær. Ég finn það með hverri æfingunni að mér fer fram en ég á samt ennþá mjög, mjög langt í land í golfinu 🙂