Hér er ég með hálsmen og hring frá Hendrikku. Ég er meira fyrir silfur skart á veturna og með sumrinu færi ég mig meira yfir í gull. Ég er samt alltaf að reyna að blanda gull og silfri saman en viðurkenni að mér finnst það stundum erfitt!
Mér finnst svo fallegt að raða hálsmenum saman og hér er ég með Hendrikku hálsmenið með H hálsmeni sem ég fékk í útskriftargjöf og er frá Andreu.
Ég er ekkert smá ánægð með þetta samstarf og mun ég nota þetta vandaða skart mikið!
Þessi Baron hringur með hvítum steini er minn uppáhalds úr línunni – ég fékk hann í jólagjöf frá Bergsveini og hef notað hann nánast daglega, finnst hann svo fallegur!
Vörurnar hennar Hendrikku Waage fást í flestum skartgripaverslunum en mér finnst best að nálgast vörurnar í Maí verslun <3
Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst <3