Innihald fyrir u.þ.b. 10 vöfflur
4 bollar spelt hveiti frá Himneskri hollustu
3 tsk lyftiduft
1 tsk sjávarsalt
4 msk Good Good Sweet Like Sugar stevía
4 msk smjörlíki
1 vegan egg frá Follow Your Heart
3 bollar Isola Bio möndlumjólk
Vanilludropar
3 msk vatn
Aðferð
- Öllum þurrefnunum blandað saman í skál.
- Smjörið brætt og blandað saman við þurrefnin ásamt möndlumjólkinni.
- Öllum hráefnunum blandað vel saman.
- Vöfflur eldaðar í vöfflujárni. Hægt er að nota kókosolíu til að smyrja járnið.
Vöfflurnar voru toppaðar með Soyatoo rjóma og dökku agave sírópi frá Himneskri Hollustu en að sjálfsögðu er hægt að toppa þær með hverju sem hugurinn (eða maginn) girnist.
Höfundur: Hildur Sif Hauksdóttir
Instagram: hildursifhauks og healthbyhildur