Það sem þarf í súpuna
- Rauðlaukur
- Paprika rauð og gul
- Hvítlaukur 3 lítil hvílauksrif eða einn stór hvítlauksgeiri
- Chillý biti færhreinsaður
- Engifer lítill biti raspaður
- Grænmetisteningur 1-2
- Tómatpúrra frá Himneskri Hollustu
- Kókosmjólk í dós
- Chillý Philadelphia 1/4 ad dós
- Fiskisoð 5 dl – Fiskiteningur soðinn í vatni
- Tamari sósa 1 msk
- Fiskisósa 2 msk
- Kóríander
- Salt og pipar
- Fiskur – Lax, Silingur, Ýsa og litlar rækjur
Aðferð
- Allt grænmeti smátt skorið, steikt í potti upp úr Olivu olíu, grænmetistening og hvítlauk
- Tómatpúrra ásamt kókosmjólk bætt við
- Fiskisoð sem er í öðrum potti sett út í ásamt Philadelphia ostinum, látið malla í smá tíma svo osturinn bráðni vel
- Tamari og fiskisósunni bætt við ásamt öllum kryddunum, Karrý og Chillý ef þið viljið hafa súpuna sterkari, lítill engifer bútur raspaður út í
- Fiskurinn skorinn í litla bita, bað um vinsælasta fiskinn sem er settur í fiskisúpur, mælt var með Lax, Silung, Ýsu og Rækjum. Steikti allt saman fyrst á pönnu upp úr Olivu olíu og bætti svo ofan í pottinn
- Leyfa súpunni að malla í smá tíma til að ná fiskibragðinu í sig. Ég bæti alltaf meira og meira af Karrý við því ég vil hafa súpuna bragðmikla en það fer eftir smekk hvers og eins.
- Í lokinn bæti ég ferskum kóríander við
Njótið vel Karitas Óskars