Search
Close this search box.
Himnesk Austurlensk fiskisúpa

Himnesk Austurlensk fiskisúpa

Himnesk Austurlensk fiskisúpa, bragðmikil með karrý, chillý og engifer. Ég er rosalega hrifin af góðum, bragðmiklum súpum og er ég dugleg að prufa mig áfram með nýjar uppskriftir. Eins og ég hef oft sagt áður þá eru bestu uppskriftirnar saman bland af öllu því besta úr ísskápnum, ég set dass af öllu því besta og smakka mig svo áfram. Á mánudaginn breytti ég týpíska fisknum sem ég geri oftast á mánudegi í fiskisúpu í Austurlensku ívafi með fullt af karrý, chillý og engifer. Langar að deila með ykkur þessari dásemdar súpu sem varð til mikilla vinsælda.

Það sem þarf í súpuna

 • Rauðlaukur
 • Paprika rauð og gul 
 • Hvítlaukur 3 lítil hvílauksrif eða einn stór hvítlauksgeiri
 • Chillý biti færhreinsaður
 • Engifer lítill biti raspaður
 • Grænmetisteningur 1-2
 • Tómatpúrra frá Himneskri Hollustu
 • Kókosmjólk í dós
 • Chillý Philadelphia 1/4 ad dós
 • Fiskisoð 5 dl – Fiskiteningur soðinn í vatni
 • Tamari sósa 1 msk
 • Fiskisósa 2 msk
 • Kóríander
 • Salt og pipar
 • Fiskur – Lax, Silingur, Ýsa og litlar rækjur  

Aðferð

 • Allt grænmeti smátt skorið, steikt í potti upp úr Olivu olíu, grænmetistening og hvítlauk
 • Tómatpúrra ásamt kókosmjólk bætt við
 • Fiskisoð sem er í öðrum potti sett út í ásamt Philadelphia ostinum, látið malla í smá tíma svo osturinn bráðni vel
 • Tamari og fiskisósunni bætt við ásamt öllum kryddunum, Karrý og Chillý ef þið viljið hafa súpuna sterkari, lítill engifer bútur raspaður út í
 • Fiskurinn skorinn í litla bita, bað um vinsælasta fiskinn sem er settur í fiskisúpur, mælt var með Lax, Silung, Ýsu og Rækjum. Steikti allt saman fyrst á pönnu upp úr Olivu olíu og bætti svo ofan í pottinn
 • Leyfa súpunni að malla í smá tíma til að ná fiskibragðinu í sig. Ég bæti alltaf meira og meira af Karrý við því ég vil hafa súpuna bragðmikla en það fer eftir smekk hvers og eins. 
 • Í lokinn bæti ég ferskum kóríander við

Njótið vel!

NÝLEGT