Search
Close this search box.
Him­nesk holl­usta verður MUNA

Him­nesk holl­usta verður MUNA

Him­nesk holl­usta, sem hef­ur um ára­bil leikið stórt hlut­verk í heil­brigðum lífs­stíl lands­manna, hef­ur nú fengið nafnið MUNA.

Breyt­ing­arn­ar fela meðal ann­ars í sér aukna vöruþróun en lín­an spann­ar nú um sjö­tíu vör­ur. Eins verður lögð áhersla á heild­ræn­an og heil­brigðan lífs­stíl í markaðssetn­ingu MUNA og lagt kapp á að og fræða neyt­and­ann um holl­ari val­kosti, inni­hald var­anna og sam­fé­lags­lega ábyrgð en MUNA býður upp á 100% líf­rænt vottaða vöru­flokka.

Í sam­starfi við MUNA mun mat­ar­blogg­ar­inn María Gomez hanna heilsu­sam­leg­ar upp­skrift­ir sem vert er að fylgj­ast með á muna.is

„MUNA vör­urn­ar eru fyrsta flokks gæðavör­ur og okk­ar sam­starfsaðilar með þeim virt­ustu í Evr­ópu. MUNA hef­ur heiðarleika og gagn­sæi að leiðarljósi og við velj­um ætíð holl­ari val­kost­inn í okk­ar vöru­val. Sam­kvæmt ánægju­leg­um niður­stöðum úr markaðsrann­sókn­um eru viðskipta­vin­ir okk­ar sam­mála um að það skili sér sann­ar­lega í bragðgæðum,” seg­ir í til­kynn­ingu MUNA.

Hægt er að fylgj­ast með MUNA með því að smella hér.

María Gomez.

NÝLEGT