Hér kemur uppskrift frá Jamie Oliver með himnesku kínóa sem skreytir fylltar kjúklingabringur með stökku grilluðu meðlæti.
Ég elska að prufa nýjar uppskriftir í eldhúsinu. Fæ hugmyndir frá netinu, sjónvarpsþáttum eins og Jamie Oliver, get sokkið mér í sófann og horft tímunum saman á matreiðsluþætti og fengið allskyns hugmyndir hvernig ég myndi gera réttinn að mínum. Ég myndi segja að mín hugleiðsla og ró er í eldhúsinu, fá að njóta mín þar ein, prufa mig áfram og nostra við matinn þangað til ég set hann fallega á borð. Þar sem vinnutíminn minn er sveigjanlegur hef ég oft tíma inn á milli til að fara heim og undirbúa kvöldmatinn.
Kínóað tekur lengsta tímann
- 1/4 poki spínat
- 1/4 blómkálshaus
- Handfylli basilika
- 1 msk Olivu Olía
- Öllu blandað saman í matvinnsluvél eða blender
- 1 bolli kínóa
- 2 bollar heitt vatn
- 1 grænmetisteningur
Sett út í blönduna, hrært rólega við með sleif, lok sett á og látið standa í um 10 mín
Meðan kínóað eldast gerði ég fyllinguna í bringurnar sem var
- 1 bakki sveppir
- 1/4 dós af hökkuðum tómatbasil tómötum
- 1-2 msk tamari
- Pipar + rósmarín
Látið malla í um 10 mín. Kælið blönduna svo áður en þið maukið saman með töfrasprota til að þykkja fyllinguna
- Bringur skornar til helminga
- Fletjaðar vel út með kefli eða matreiðslu hamri
- Fylling sett á annan endan, rúllað saman eða sett saman í samloku og ofan í fat
Meðlæti
- 1/4 haus blómkál skorið gróft
-
1 kúrbítur skorinn í ræmur
Kryddað upp úr Olivu Olíu, Rósmarín, Chillý kryddi og grænmetissaltiTamari hvílauks sósa til hliðar
- 3-4 dl Létt ab mjólk
- 1 msk tamari sósa
- 3 hvílauksrif pressuð
- handfylli basilika smátt skorin
- sítrónusafi
- piparGefið ykkur tíma í að útbúa góðan og hollan rétt fyrir þig og þína um helgina eða í vikunni. Þessar fylltu kjúklingabringur fá að minnsta kosti mín meðmæli!
Njótið vel
Karitas Óskars