Nú eru það hindberinn og kardimommu droparnir sem eru í aðalhlutverki hjá Ásdísi Grasa en uppskriftin að þessum drykk kemur einmitt úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa og NOW.
Auðvitað er hollustan í fyrirrúmi sem fyrr hér hjá Ásdísi, svo nú er bara að njóta!
Innihald
- 1 1/2 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
- 1 dl frosin lífræn hindber
- 1 stk frosinn banani (eða 1/2 frosið avókadó)
- 2-3 dropar French Vanilla Stevia frá NOW
- 1/2-1 tsk kardimommuduft
- 1 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
- 2 msk Collagen Peptieds Powder frá NOW
*Sniðugt að lauma ýmsum kryddum í drykki en kardimommur, engiferduft, kanill og vanilla eru í sérstöku uppáhaldi hjá Ásdísi. Hún notar þessi krydd daglega í hennar drykki.