Hjólreiðar hafa aldrei verið jafnvinsælar og þetta árið, enda eru þær frábær leið til að koma sér á milli staða og fá um leið holla hreyfingu. Hjólreiðar eru góðar fyrir umhverfið því þær menga ekki andrúmsloftið.
Þótt sumri sé tekið að halla er engin ástæða til að setja hjólið í geymslu því það er líka gaman að hjóla á veturna. Það er í raun hægt að hjóla allt árið um kring ef rétti búnaðurinn er til staðar. Ljósin þurfa alltaf að vera í toppstandi og í hálkunni yfir háveturinn má setja nagladekk undir hjólið.
Um alla borg eru hjólastígar svo það er auðvelt að komast á milli staða. Um leið kynnist þú nærumhverfinu á annan hátt en þegar þú ert á bílnum eða fótgangandi. Stundum tekur þig styttri tíma að hjóla á milli staðan en að keyra og þú þarft hvorki að leita að né borga fyrir bílastæði.
Notaðu hjólið til að koma þér í form!
Fyrir utan að vera gott samgöngutæki henta hjólreiðar frábærlega til að koma sér í gott form. Með því að hjóla og reyna á sig fer hjartað að pumpa hraðar, sem þýðir að hjarta- og æðakerfið styrkist. Á sama tíma byggir þú upp líkamlegan styrk og þjálfar vöðva, sérstaklega rass- og lærvöðva og kálfana.
Athyglin þarf líka að vera í góðu lagi, sem þjálfar heilann. Hjólreiðar eru því bæði hugarleikfimi og líkamleg hreyfing. Svo eru hjólreiðar góðar fyrir andlegu heilsuna, því hreyfingin losar um taugaboðefnið endorfín, sem minnkar streitu og veitir vellíðunartilfinningu.
En er hægt að bæta hjólreiðum í daglega rútínu? Já, ekki spurning. Það er til dæmis hægt með því að leggja bílnum og hjóla í vinnuna. Þú getur hjólað í vinnuna á morgnana og ef þér finnst of mikið að hjóla heim líka getur þú tekið hjólið með í strætó. Það er líka hvetjandi að vera samferða einhverjum sem stundar hjólreiðar, enda gaman að hjóla með öðrum. Þú getur fengið fjölskylduna með þér í hjólatúra, því börn t.d. vita fátt skemmtilegra en að hjóla. Átak á borð við Hjólum í vinnuna er haldið árlega og tilvalið að taka þátt í því.
Hjólaráð
- Farðu reglulega yfir allan búnað á hjólinu.
- Gættu þess að sjást vel í hvaða birtu sem er.
- Bjallan þarf að vera í lagi.
- Bremsurnar verða að vera í toppstandi.
- Notaðu hjálm.
- Finndu þínar hjólaleiðir, t.d. með kortum og á netinu.
- Farðu rólega í beygjur. Byrjaðu að hemla í tíma þegar beygja er fram undan.
- Hjólaðu í lágum gír upp hæðir og brekkur til að minnka álagið á hnén. Það er líka gott að hjóla í lágum gír í miklum mótvindi.
- Hjólaðu á þínum hraða. Farðu rólega af stað og finndu að þú hefur fullkomna stjórn á hjólinu.
- Mótvindur hægir á þér, svo gerðu ráð fyrir að vera lengur á leiðinni þegar það er vindasamt.
- Sýndu öðrum tillit, bæði hjólandi og gangandi vegfarendum.
Klæddu þig eftir veðri fyrir hjólreiðar
- BFF jakkinn frá Houdini er léttur, andar vel og er vind-og vatnsfráhrindandi.
- Houdini Desoli ullarbolur úr 100 Merino ull.Þunnur en hlýr og frábær sem innsta lag.
- Létta Power Stretxh flíspeysan frá Houdini er hlý en létt og þunn, ekta fín sem miðlag yfir veturinn eða sem jakki á sumrin. Mjúk og notaleg peysa fyrir hjólatúrinn. Er með góða öndunareiginleika.
Þú gætir haft áhuga á:
HANDBOLTI, HJÓLREIÐAR OG ÓBILANDI KEPPNISSKAP – ÁGÚSTA EDDA Í NÆRMYND